loader image

Styrkveitingar

Árlega veitir DiaMat fjárstyrki til félaga og samtaka sem eru valdeflandi fyrir alþýðufólk

Styrkféð kemur úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær frá ríkissjóði fyrir hvern félaga sem er skráður í félagið í gegn um Þjóðskrá Íslands.

Stefna

Stefna styrktarsjóðs DiaMats

Styrktarsjóður DíaMats er fjármagnaður samkvæmt ákvörðunum aðalfundar um föst framlög á fjárhagsáætlun og stjórnar um önnur framlög. Þá þiggur sjóðurinn sérstök framlög sem eru sérstaklega ætluð honum. Stjórn DíaMats er stjórn styrktarsjóðs.

Tilgangur styrktarsjóðsins er að styrkja þjóðþrifamál og að veita félagsmönnum persónulegan stuðning. Þjóðþrifamál sem sjóðurinn styrkir eru annars vegar starf félaga sem valdeflir alþýðufólk, annað hvort til að verða hæfara til að starfa saman að hagsmunum alþýðunnar og/eða til að gera fólk hæfara til að þola erfitt líf í þjóðfélagi þar sem hagsmunir alþýðunnar eru afgangsstærð.

Hins vegar styrkir sjóðurinn fræðistörf og útgáfu sem styður frelsisbaráttu alþýðunnar: efni sem gerir beint gagn í baráttunni í dag; efni sem gerir baráttu fyrri tíma skil, svo nútímafólk geti lært af henni og efni sem gerir alþýðufólk hæfara í barnauppeldi og farsælu fjölskyldulífi.

Að öðru jöfnu skal láta ganga fyrir verkefni sem styrkur mundi gera möguleg.