loader image

Dags

Styrkur til Pieta

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

DíaMat styrkti Pieta-samtökin um 125.000 krónur á dögunum. Þau stunda forvarnir gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og styðja einnig við aðstandendur.

Þessi styrkur er sá fjórði sem DíaMat veitir í haust. Önnur samtök sem við höfum styrkt eru Hugarafl, Drekaslóð og Solaris. Þau hafa öll fengið sömu upphæðina.

Styrkir DíaMats eru greiddir af þeim tekjum sem félagið fær í sóknargjöld frá íslenska ríkinu. Það er ákveðin upphæð fyrir hvern einstakling (16 ára og eldri) sem er skráður í félagið í Þjóðskrá Íslands þann 1. desember árið s undan. Ef þið viljið skrá ykkur er fljótlegt og einfalt að gera það á skra.is

Deila:

Facebook
Twitter