loader image

Yfirlýsing
DíaMats

Samþykkt á stofnfundi DíaMats 22. apríl og lítið breytt af framhaldsstofnfundi 16. október 2015.

 Efnisheimurinn er einn og óskiptur og hulduheimar eru ekki til, upphaf vitundarinnar er í efninu, engin vitund getur verið aðskilin frá efnislegum skilyrðum sínum, vilji mannsins er aldrei frjáls heldur alltaf skilyrtur af efnislegum og félagslegum kringumstæðum hans og þeirri sögu og hefðum sem hann fær í arf frá fyrri kynslóðum.

Ekkert gerist án einhvers samhengis við umhverfi sitt og allir hlutir, öll ferli og öll orka tengjast öðrum hlutum, orku eða ferlum.

Vald mannsins yfir náttúrunni er háð skilningi hans á henni, og vald mannsins yfir sjálfum sér er háð samstöðu og samvinnu fólks um hið sameiginlega.

Maðurinn er mælikvarði allra hluta frá sínu eigin sjónarmiði.

Allt siðferði á sér upphaf í félagslegum aðstæðum.

Hugmyndir koma frá efnislegum veruleika sem fólk lifir við.

Ábyrg umgengni um vistkerfið og sjálfbær nýting náttúrugæða eru forsenda þess að mannkynið geti lifað og dafnað í framtíðinni.