loader image

Dags

DíaMat styrkir Píeta samtökin

Skrifað af:

Stjorn

DíaMat styrkti Píeta samtökin um 250.000 kr. í dag. Píeta eru sjálfsvígsforvarnarsamtök sem reka gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu og aðstandendur. Við þökkum fólkinu sem stendur að baki Píeta kærlega fyrir óeigingjarnt starf.

Heildarstyrkur frá félaginu okkar í ár nemur 750.000 kr, en restin af styrknum, 500.000 kr, rann til félagsins Ísland-Palestínu. DíaMat telur starf Píeta og FÍP vera valdeflandi fyrir alþýðufólk hér á landi og alþjóðlega.

Styrkirnir eiga uppruna sinn í sóknargjöldunum sem DíaMat fær frá íslenska ríkinu, sem er ákveðin upphæð fyrir hvern einstakling sem skráður er í DíaMat hjá Þjóðskrá Íslands. Þess má geta að fyrir áhugasama er mjög einfalt og fljótlegt að skrá sig í félagið á www.skra.is ef maður hefur rafræn skilríki.

Deila:

Facebook
Twitter