loader image

Dags

Styrkur til Miðstöðvar foreldra og barna

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Í fyrradag færði DíaMat Miðstöð foreldra og barna styrk að upphæð 100.000 krónur.
DíaMat styrkir félagsstarf sem er valdeflandi fyrir alþýðufólk, og það er fátt meira valdeflandi en að alast upp með heilsteypt tilfinningalíf. Fyrir utan að styrkja Miðstöð foreldra og barna, hefur DíaMat líka keypt bækurnar Árin sem enginn man og 1000 fyrstu dagana eftir Sæunni Kjartansdóttur, og gefið nýjum foreldrum.
Styrkféð kemur úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær frá ríkissjóði fyrir hvern félaga sem er skráður í félagið í gegn um Þjóðskrá Íslands. Það er sáraeinfalt að skrá sig og með því að gera það styrkir maður starf DíaMats, á borð við svona styrkveitingar.

Deila:

Facebook
Twitter