loader image

Dags

Styrkur til Solaris

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

DíaMat veitti á dögunum 100.000 króna styrk til Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Fyrr í haust veitti DíaMat Hugarafli og Drekaslóð hvoru sinn 100.000 króna styrkinn.
Peningarnir eru úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær frá íslenska ríkinu, fasta upphæð fyrir hvern skráðan félaga. Með því einu að skrá ykkur í DíaMat styðjið þið við þetta og annað starf okkar.

(Athugið að Þjóðskrá Íslands neitar að svo stöddu að afhenda trúar- og lífsskoðunarfélögum lista yfir skráða meðlimi. Ef þið skráið ykkur og viljið vera örugg um að fá boð á aðalfund og njóta atkvæðisréttar, látið okkur þá vita af skráningunni.)

Deila:

Facebook
Twitter