loader image

Dags

Styrkveitingar frá DíaMat 2024

Skrifað af:

Stjorn

Árlega veitir DíaMat fjárstyrki til félaga og samtaka sem eru valdeflandi fyrir alþýðufólk. Alls veitti félagið eina milljón í styrki til félaga í ár en það voru Ljósið, Píeta samtökin, Réttur barna á flótta og Solaris, sem hvert um sig fékk 250.000 krónur í sinn hlut frá DíaMat. Einnig veittum við rannsóknarstyrk upp á 200.000 krónur til Armando Garcia fyrir verkefni hans um samskipti lögreglu og minnihlutahópa á Íslandi.

Styrkféð kemur úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær frá ríkissjóði fyrir hvern félaga sem er skráður í félagið í gegn um Þjóðskrá Íslands. Ef þú skráir þig í DíaMat fyrir 1. desember getur þú lagt þitt af mörkum til hækka þá upphæð sem félagið gefur til baka, alþýðu allra landa til heilla.

Skráðu þig í DíaMat í dag á www.skra.is og hafðu þannig bein áhrif á það hvert þín sóknargjöld renna.

Deila:

Facebook
Twitter