Díalektísk stund og opinn stjórnarfundur DíaMats

DíaMat heldur opinn stjórnarfund sem jafnframt er díalektísk stund októbermánaðar.Þriðjudag 12. október klukkan 17, Friðarhúsi Njálsgötu 87. Dagskrá:1. Staða lóðarumsóknar og kæru2. Styrkir haustsins3. Annað framundan4. Önnur mál Allir félagar velkomnir — líka nýir félagar!
Jafndægur á hausti

Í dag, 22. september, eru jafndægur á hausti!Sólina og tunglið varðar ekkert um hallann á samskiptum mannfólks Vesturlanda og Suðurlanda. Í dag er annar tveggja daga á árinu, þegar sólskininu er jafnt skipt milli jarðarbúa, óháð því hvar á jörðinni þeir búa. Lítilla sanda,lítilla sæva,lítil eru geð guma.Því allir mennurðut jafnspakir,hálf er öld hvar. Hávamál, […]
Yfirlýsing og áskorun No Borders Iceland til dómsmálaráðherra, nýskipaðs formanns kærunefndar og umboðsmanns Alþingis.
DíaMat – félag um díalektíska efnishyggju styður yfirlýsingu og áskorun No Borders vegna nýlegrar skipunar Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar Útlendingamála.Við hvetjum félagsfólk sem og alla aðra til að setja nafn sitt undir yfirlýsinguna sem hægt er að finna hér á facebook síðu No Borders Iceland. „Ef einhver hefur einlægan áhuga á að sjá […]
76 ár síðan Hiroshima

Í dag er sjötti ágúst, 76 ár síðan Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima. DíaMat hvetur alla til þess að gera sig gildandi í baráttunni gegn kjarnorkuvígbúnaði, og gegn því að önnur eins hroðaverk verði nokkurn tímann unnin aftur.
Gleðilegar sumarsólstöður

Lífsskoðunarfélag um díalektíska efnishyggju býður gleðilegar sumarsólstöður. Við óskum ykkur uppbyggjandi og ljómandi dags. Ljósmynd af Angkor Wat í Kambodíu