loader image

Dags

Aðalfundur DíaMats 2023 & díalektísk stund með Guðmundi Ævari Oddsyni

Skrifað af:

Stjorn

Kæru félagar,

Undanfarið starfsár hefur verið ágætt fyrir félagið. Við höfum ekki haldið díalektíska stund í hverjum mánuði, en þær sem við höfum haldið hafa verið vel heppnaðar og fróðlegar. Lóðarumsóknin er fyrir dómstólum og bíðurnú úrskurðar Landsréttar, þangað sem við áfrýjuðum eftir að Reykjavíkurborg var sýknuð í héraðsdómi Reykjavíkur. Styrkveitingar okkar hafa aldrei verið meiri. Og okkur fjölgaði um 19 prósent milli ára.
Nú er komið að því að gera upp þetta liðna ár og hefja um leið nýtt starfsár af krafti. Því boðum við hér með að:

aðalfundur DíaMats verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 sunnudaginn 12. febrúar 2023 klukkan 13:00.

Atkvæðisrétt og kjörgengi eiga allir sem skráðir eru í félagið. Hver sem hefur skráð sig 1. desember 2022 eða síðar, þarf að sýna fundarstjóra sannindamerki þess. Boðið verður upp á veitingar, salurinn á að vera aðgengilegur fyrir alla og allir félagar eru velkomnir, börn og fullorðnir, sem eru á annað borð húsum hæfir.

Við gerum ráð fyrir að aðalfundur standi í tvo klukkutíma eða tæplega það. Að honum loknum, klukkan 15, hefst díalektísk stund. Guðmundur Ævar Oddsson, aðstoðarprófessor við Háskólann á Akureyri, mun fjalla um rannsóknir sínar á stéttaskiptingu á Íslandi og um hvernig kenningar Karls Marx eru enn á ný að öðlast nýja athygli og viðurkenningu.

Dagskrá er samkvæmt lögum félagsins:

1 Kosning fundarstjóra og fundarritara,

2 Skýrsla stjórnar um starf félagsins á starfsárinu,

3 Reikningar félagsins lagðir fram og afgreiddir,

4 Lagabreytingar,

5 Kjör tveggja stjórnarmanna sem aðalfundur kýs,

6 Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga, sem ekki eru í stjórn,

7 Kjör eins nýs félaga í Öldungaráð (ekki skylda),

8 Önnur mál.

Deila:

Facebook
Twitter