loader image

DíaMat veitir styrki

Á dögunum styrkti DíaMat þrenn verðug samtök: • Réttur barna á flótta, sem berjast fyrir mannréttindum barnungra hælisleitenda • Pieta-samtökin, sem veitir fólki í sjálfsvígshættu hjálp • Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir DíaMat telur starf þessara samtaka vera valdeflandi fyrir alþýðufólk og vel að styrkjunum komið, en hver samtök fengu 250.000 króna styrk […]

Réttur barna á flótta

DíaMat boðar til opins fundar um rétt barna á flótta mánudaginn 26. september kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Esther Þorvaldsdóttir og Morgane Priet-Mahéo frá baráttuhópi fyrir rétti barna á flótta, koma á fundinn og fjalla um regluverkið kringum réttindi barna á flótta, hvernig reglunum er framfylgt í reynd og hvað er til ráða.Þær kynna […]

Díalektísk stund með Petru Hólmgrímsdóttur

Díalektísk stund 23. mars kl. 20:00 í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87. Petra Hólmgrímsdóttir sálfræðingur ætlar að segja okkur frá starfi sínu við að hjálpa fólki að fóta sig eftir að það sleppur út úr bókstafstrúarsöfnuðum. Díalektískar umræður eftir á og kaffiveitingar. Börn eru velkomin.Nasistar og barnaníðingar eru ekki velkomnir.Aðgengi fyrir fatlaða er nokkuð en ófullkomið.

Aðalfundur DíaMats 20. febrúar

Kæri félagi,  þótt farsóttin hafi almennt gert þungt fyrir fæti í félagsstarfi á árinu sem var að líða, hefur DíaMat ekki legið í dvala. Nú er kominn tími til að gera upp starfsárið:  Aðalfundur DíaMats árið 2022 verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, sunnudaginn 20. febrúar 2022, klukkan 15:00.  Vinsamlegast farið í covid-próf áður en […]

Byltingardagatalið: leiðrétting

Villur hafa verið uppgötvaðar í byltingardagatalinu á síðunum fyrir mars, apríl og maí. Leiðrétt blöð eru í boði hér fyrir neðan til útprenntunar. Einnig geturðu sett þig í samband við okkur á vangaveltur@yahoo.com, og fengið leiðrétt blöð send í pósti. Nefndu hversu mörg eintök og heimilisfang. Við biðjumst innilega afsökunar á þessum mistökum. Leibeiningar við […]

Gleðilegar vetrarsólstöður

Við í Félag um díalektíska efnishyggju óskum öllum gleðilegrar hátíðar á þessum stysta degi ársins. Njótið jólanna og komandi hækkandi sólar. Mynd: Karnak musterið í Egyptalandi

Byltingardagatalið 2022 er komið út

Byltingardagatalið 2022 er veglegur prentgripur sem sómar sér vel á heimilum með sósíalískar taugar. Dagatalið inniheldur sögufrægar dagsetningar og fæðingar- og dánardaga merkisfólks úr sögu stéttabaráttunnar, sósíalismans og baráttunnar fyrir réttlátu þjóðfélagi Dagatalið er uppselt hjá DíaMat.

DíaMat styrkir góð málefni

Þetta haust valdi DíaMat fjögur góð málefni til að styrkja.Það eru: Drekaslóð, Pieta, Sjónarhóll og Solaris. Hvert fyrir sig fékk 200.000 króna styrk frá félaginu. Þeir peningar koma úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær frá íslenska ríkinu í samræmi við fjölda fólks sem er skráð í félagið í Þjóðskrá Íslands. Eruð þið skráð? Það er ótrúlega […]

Díalektísk stund og opinn stjórnarfundur DíaMats

DíaMat heldur opinn stjórnarfund sem jafnframt er díalektísk stund októbermánaðar.Þriðjudag 12. október klukkan 17, Friðarhúsi Njálsgötu 87. Dagskrá:1. Staða lóðarumsóknar og kæru2. Styrkir haustsins3. Annað framundan4. Önnur mál Allir félagar velkomnir — líka nýir félagar!

Jafndægur á hausti

Í dag, 22. september, eru jafndægur á hausti!Sólina og tunglið varðar ekkert um hallann á samskiptum mannfólks Vesturlanda og Suðurlanda. Í dag er annar tveggja daga á árinu, þegar sólskininu er jafnt skipt milli jarðarbúa, óháð því hvar á jörðinni þeir búa. Lítilla sanda,lítilla sæva,lítil eru geð guma.Því allir mennurðut jafnspakir,hálf er öld hvar. Hávamál, […]