loader image

DíaMat styrkir Píeta samtökin

DíaMat styrkti Píeta samtökin um 250.000 kr. í dag. Píeta eru sjálfsvígsforvarnarsamtök sem reka gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu og aðstandendur. Við þökkum fólkinu sem stendur að baki Píeta kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Heildarstyrkur frá félaginu okkar í ár nemur 750.000 kr, en restin af styrknum, 500.000 kr, rann til félagsins Ísland-Palestínu. DíaMat telur […]

DíaMat styrkir Félagið Ísland-Palestína

Vegna þeirra hræðilegu frétta sem hafa borist undanfarið frá Palestínu, hefur DíaMat ákveðið að styrkja neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína um 500.000 krónur. Styrkurinn hefur þegar verið afhentur. Um leið hvetjum við aðra til hins sama. Neyðarsöfnunin styrkir einkum konur og börn á Gaza, auk fólks sem þarf gerfilimi. Þetta er annar styrkurinn sem DíaMat veitir á […]

50 ár frá valdaráninu í Chile.

Erindi og umræður 10. september kl 16:00 í Húsi Máls og Menningar, laugavegi 18.DíaMat minnast þess að 50 eru frá því að fasískir herforingja rændu völdum í Chile, myrtu Allende forseta og þúsundir annarra.Einar Ólafsson, rithöfundur flytur erindi um valdaránið, aðdraganda þess og lærdóma.Þorvaldur Þovaldsson og Þorvaldur Örn Árnason flytja nokkur lög. Á eftir verða […]

Aflýst: Sumarferð DíaMat – Hringferð um Reykjanesið með leiðsögn.

DíaMat býður í dagsferð um Reykjanesskagann fyrir alla fjölskylduna. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða klukkan 13:00 laugardaginn 26. ágúst. Farið verður á langferðabíl á nokkra vel valda staði á Reykjanesskaganum, en m.a verður stoppað við brúna mili heimsálfa, Brimketil og á Selatöngum. Ferðin er jafnt ætluð börnin sem fullorðnum. Börn sem […]

Sumarsólstöður

Gleðilegar sumarsólstöður, kæru félagar. Í dag er lengstur sólargangur hér á norðurhveli jarðar en systkini okkar á suðurhvelinu geta glaðst yfir því að nú fer daginn að lengja hjá þeim. Eigið gott sumar, hvar sem þið búið.

Díalektísk stund um athafnaþjónustu DíaMats

Díalektísk stund 13. maí kl. 11:00-13:00 í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87. Komandi laugardag boðum við til samræðna um athafnaþjónustu á vegum DíaMat. Dagskrá er sem stendur: Boðið verður upp á veitingar, aðgengi fyrir fatlaða er nokkuð en ófullkomið og allir félagar eru velkomnir, börn og fullorðnir, sem eru á annað borð húsum hæfir.

DíaMat býður upp á styrk fyrir ráðstefnu á vegum Geðhjálpar

Við í DíaMat vekjum athygli á ráðstefnu Geðhjálpar um nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum, sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 27. apríl og föstudaginn 28. apríl. Yfirskriftin er „Er þörf fyrir samfélagsbreytingar?“ og ráðstefnan er ætluð bæði leikmönnum og fagfólki. DíaMat hefur ákveðið að styrkja skráða félaga sína fyrir ráðstefnugjaldinu, allt að 10.000 krónur. […]

Díalektísk stund með Ingibjörgu Ingvarsdóttur

Díalektísk stund á degi Parísarkommúnunnar, 18. mars kl. 14:00 – 15:30 í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87. Ingibjörg Ingvarsdóttir, öreigi, leiðir umræður um Auðmagnið (Das Kapital) eftir Karl Marx, sér í lagi kafla 25, Hið almenna lögmál um uppsöfnun auðmagnsins (The general law of capitalist accumilation), hluta F, Írland. Þessi díalektíska stund krefst smá heimavinnu; lestur á […]

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Clara Zetkin

Í dag, 8. mars er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár skulum við muna að uppruni þessa dags á sér stað í stéttarbaráttu, þegar 15.000 verkakonur í New York fóru í kröfugöngu fyrir styttri vinnutíma, betri kaupum og kosningarétti. Kommúnistinn Clara Zetkin (á myndinni til hliðar) lagði til árið 1910 á öðru […]

Aðalfundur DíaMats 2023 & díalektísk stund með Guðmundi Ævari Oddsyni

Kæru félagar, Undanfarið starfsár hefur verið ágætt fyrir félagið. Við höfum ekki haldið díalektíska stund í hverjum mánuði, en þær sem við höfum haldið hafa verið vel heppnaðar og fróðlegar. Lóðarumsóknin er fyrir dómstólum og bíðurnú úrskurðar Landsréttar, þangað sem við áfrýjuðum eftir að Reykjavíkurborg var sýknuð í héraðsdómi Reykjavíkur. Styrkveitingar okkar hafa aldrei verið […]