DíaMat býður upp á styrk fyrir ráðstefnu á vegum Geðhjálpar

Við í DíaMat vekjum athygli á ráðstefnu Geðhjálpar um nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum, sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 27. apríl og föstudaginn 28. apríl. Yfirskriftin er „Er þörf fyrir samfélagsbreytingar?“ og ráðstefnan er ætluð bæði leikmönnum og fagfólki. DíaMat hefur ákveðið að styrkja skráða félaga sína fyrir ráðstefnugjaldinu, allt að 10.000 krónur. […]

Díalektísk stund með Ingibjörgu Ingvarsdóttur

Díalektísk stund á degi Parísarkommúnunnar, 18. mars kl. 14:00 – 15:30 í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87. Ingibjörg Ingvarsdóttir, öreigi, leiðir umræður um Auðmagnið (Das Kapital) eftir Karl Marx, sér í lagi kafla 25, Hið almenna lögmál um uppsöfnun auðmagnsins (The general law of capitalist accumilation), hluta F, Írland. Þessi díalektíska stund krefst smá heimavinnu; lestur á […]

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Clara Zetkin

Í dag, 8. mars er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár skulum við muna að uppruni þessa dags á sér stað í stéttarbaráttu, þegar 15.000 verkakonur í New York fóru í kröfugöngu fyrir styttri vinnutíma, betri kaupum og kosningarétti. Kommúnistinn Clara Zetkin (á myndinni til hliðar) lagði til árið 1910 á öðru […]

Aðalfundur DíaMats 2023 & díalektísk stund með Guðmundi Ævari Oddsyni

Kæru félagar, Undanfarið starfsár hefur verið ágætt fyrir félagið. Við höfum ekki haldið díalektíska stund í hverjum mánuði, en þær sem við höfum haldið hafa verið vel heppnaðar og fróðlegar. Lóðarumsóknin er fyrir dómstólum og bíðurnú úrskurðar Landsréttar, þangað sem við áfrýjuðum eftir að Reykjavíkurborg var sýknuð í héraðsdómi Reykjavíkur. Styrkveitingar okkar hafa aldrei verið […]

Gleðilegar vetrarsólstöður

Vetrarsólstöður við Karnak musterið

Í dag getum við íbúar á norðurhveli jarðar kæst, klukkan 21:48 í kvöld var formlega vetrarsólstaða ársins og nú tekur deginum að lengjast hægt og rólega. Gleðilegar vetrarsólstöður frá okkur í DíaMat og njótið hækkandi sólar.

Opinn stjórnarfundur

DíaMat býður á opinn stjórnarfund mánudaginn 21. nóvember kl. 20, í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá:1. Almenn umræða um starf félagsins undanfarið.2. Undibúningur aðalfundar.3. Umræða um starf félagsins framundan.4. Önnur mál. Allir félagar velkomnir. Leyft börnum.Bannað öllum sem er ekki treystandi til að vera innan um börn.Húsnæðið er aðgengilegt fyrir flesta. Heitt á könnunni.

DíaMat veitir styrki

Á dögunum styrkti DíaMat þrenn verðug samtök: • Réttur barna á flótta, sem berjast fyrir mannréttindum barnungra hælisleitenda • Pieta-samtökin, sem veitir fólki í sjálfsvígshættu hjálp • Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir DíaMat telur starf þessara samtaka vera valdeflandi fyrir alþýðufólk og vel að styrkjunum komið, en hver samtök fengu 250.000 króna styrk […]

Réttur barna á flótta

DíaMat boðar til opins fundar um rétt barna á flótta mánudaginn 26. september kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Esther Þorvaldsdóttir og Morgane Priet-Mahéo frá baráttuhópi fyrir rétti barna á flótta, koma á fundinn og fjalla um regluverkið kringum réttindi barna á flótta, hvernig reglunum er framfylgt í reynd og hvað er til ráða.Þær kynna […]

Díalektísk stund með Petru Hólmgrímsdóttur

Díalektísk stund 23. mars kl. 20:00 í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87. Petra Hólmgrímsdóttir sálfræðingur ætlar að segja okkur frá starfi sínu við að hjálpa fólki að fóta sig eftir að það sleppur út úr bókstafstrúarsöfnuðum. Díalektískar umræður eftir á og kaffiveitingar. Börn eru velkomin.Nasistar og barnaníðingar eru ekki velkomnir.Aðgengi fyrir fatlaða er nokkuð en ófullkomið.

Aðalfundur DíaMats 20. febrúar

Kæri félagi,  þótt farsóttin hafi almennt gert þungt fyrir fæti í félagsstarfi á árinu sem var að líða, hefur DíaMat ekki legið í dvala. Nú er kominn tími til að gera upp starfsárið:  Aðalfundur DíaMats árið 2022 verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, sunnudaginn 20. febrúar 2022, klukkan 15:00.  Vinsamlegast farið í covid-próf áður en […]