Af aðalfundi í ár

Helstu fréttir af aðalfundi DíaMats sunnudaginn 11. febrúar sl. eru að stjórnin helst óbreytt. María Hjálmtýsdóttir var samþykkt í öldungaráð félagsins. Skoðunarmenn reikninga verða áfram Árni Daníel Júlíusson og Skúli Jón Unnarson.Fyrir aðalfund var haldin díalektísk stund með Viðari Þorsteinssyni, allir yfirgáfu þá stund fróðari um Antonio Negri og mergð ítalskra kommúnista í lífstíð Negris.Önnur […]

Díalektísk stund: Viðar Þorsteinsson fjallar um Antonio Negri

Viðar Þorsteinsson og Antonio Negri

Antonio Negri: Ferðalag baráttunnar frá verksmiðjum Ítalíu til hnattvædds kapítalisma sunnudaginn 11. febrúar klukkan 13:45, MÍR-salnum, Hverfisgötu 105  Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri hjá Eflingu ræðir um lífshlaup og kenningar ítalska fræðimannsins Antonio Negri, sem lést í lok síðasta árs. Sagt verður frá ferðalagi Negris innan evrópska nýja vinstrisins og áhrifamiklum kenningum hans og Michaels Hardt um […]

Díalektísk stund á Akureyri: 100. ártíð Leníns

Díalektísk stund í Zontasalnum Aðalstræti 54 A, Akureyri, laugardaginn 20. janúar kl. 20. Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um Lenín, og áhrif hans á framvindu rússnesku byltingarinnar og á alþjóðavettvangi. Á eftir verða frjálsar umræður. Öll eru velkomin.

Díalektísk stund: 100. ártíð Leníns

Díalektísk stund MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 Rvk. Sunnudaginn 21. janúar kl. 20. 100. ártíð Leníns. Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um Lenín, og áhrif hans á framvindu rússnesku byltingarinnar og á alþjóðavettvangi. Á eftir verða frjálsar umræður. Öll eru velkomin.

50 ár frá valdaráninu í Chile.

Erindi og umræður 10. september kl 16:00 í Húsi Máls og Menningar, laugavegi 18.DíaMat minnast þess að 50 eru frá því að fasískir herforingja rændu völdum í Chile, myrtu Allende forseta og þúsundir annarra.Einar Ólafsson, rithöfundur flytur erindi um valdaránið, aðdraganda þess og lærdóma.Þorvaldur Þovaldsson og Þorvaldur Örn Árnason flytja nokkur lög. Á eftir verða […]

Aflýst: Sumarferð DíaMat – Hringferð um Reykjanesið með leiðsögn.

DíaMat býður í dagsferð um Reykjanesskagann fyrir alla fjölskylduna. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða klukkan 13:00 laugardaginn 26. ágúst. Farið verður á langferðabíl á nokkra vel valda staði á Reykjanesskaganum, en m.a verður stoppað við brúna mili heimsálfa, Brimketil og á Selatöngum. Ferðin er jafnt ætluð börnin sem fullorðnum. Börn sem […]

Díalektísk stund um athafnaþjónustu DíaMats

Díalektísk stund 13. maí kl. 11:00-13:00 í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87. Komandi laugardag boðum við til samræðna um athafnaþjónustu á vegum DíaMat. Dagskrá er sem stendur: Boðið verður upp á veitingar, aðgengi fyrir fatlaða er nokkuð en ófullkomið og allir félagar eru velkomnir, börn og fullorðnir, sem eru á annað borð húsum hæfir.

Díalektísk stund með Ingibjörgu Ingvarsdóttur

Díalektísk stund á degi Parísarkommúnunnar, 18. mars kl. 14:00 – 15:30 í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87. Ingibjörg Ingvarsdóttir, öreigi, leiðir umræður um Auðmagnið (Das Kapital) eftir Karl Marx, sér í lagi kafla 25, Hið almenna lögmál um uppsöfnun auðmagnsins (The general law of capitalist accumilation), hluta F, Írland. Þessi díalektíska stund krefst smá heimavinnu; lestur á […]

Aðalfundur DíaMats 2023 & díalektísk stund með Guðmundi Ævari Oddsyni

Kæru félagar, Undanfarið starfsár hefur verið ágætt fyrir félagið. Við höfum ekki haldið díalektíska stund í hverjum mánuði, en þær sem við höfum haldið hafa verið vel heppnaðar og fróðlegar. Lóðarumsóknin er fyrir dómstólum og bíðurnú úrskurðar Landsréttar, þangað sem við áfrýjuðum eftir að Reykjavíkurborg var sýknuð í héraðsdómi Reykjavíkur. Styrkveitingar okkar hafa aldrei verið […]

Opinn stjórnarfundur

DíaMat býður á opinn stjórnarfund mánudaginn 21. nóvember kl. 20, í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá:1. Almenn umræða um starf félagsins undanfarið.2. Undibúningur aðalfundar.3. Umræða um starf félagsins framundan.4. Önnur mál. Allir félagar velkomnir. Leyft börnum.Bannað öllum sem er ekki treystandi til að vera innan um börn.Húsnæðið er aðgengilegt fyrir flesta. Heitt á könnunni.