Messur í október og nóvember

Díalektískar messur verða þriðjudagskvöldið 16. október og miðvikukvöldið 14. nóvember. Takið bæði kvöldin frá!

Opinn stjórnarfundur & díalektísk messa á miðvikukvöld

Ég vona að allir hafi átt gleðileg jafndægur á hausti í gær. Þá skein sólin jafn á réttláta og rangláta, alls staðar á jörðinni. Næstkomandi miðvikukvöld, 26. september, verða opinn stjórnarfundur og díalektísk messa í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Stjórnarfundurinn hefst kl. 19:30. Messan hefst kl. 20:30. Ráðgert er að dagskrá sé lokið um kl. 21:30. […]

Díalektísk messa á LÝSU á Akureyri 8. september

DíaMat tekur þátt í LÝSU (áður Fundi fólksins) í Hofi á Akureyri, eins og undanfarin ár. Við verðum að venju með díalektíska messu. Hún verður á laugardeginum 8. september, í Setbergi kl. 11-12.Umfjöllunarefni dagsins verður eðli og hlutverk menningar í framsæknum þjóðfélagsbreytingum. Varaformaður DíaMats, Þorvaldur Þorvaldsson, hefur framsögu og síðan verða umræður. Þá verður félagið […]

Sumarferð á laugardag

DíaMat efnir til sumarferðar á laugardaginn. Því miður datt það uppfyrir að auglýsa hana nánar hér á heimasíðunni, en hún hefur hins vegar verið kynnt allrækilega á Facebook-hópi félagsins.Farið verður að Skógum undir Eyjafjöllum og Keldum á Rangárvöllum. Ferðin verður sjálfráð um hvort annarra áfangastaða verður vitjað.Fullt verð er 3000 krónur og fyrir utan rútuferðina […]

Gegn kjarnorkuvígbúnaði

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur alþýðu heimsins gegn kjarnorkuvígbúnaði, en dagsetningin er valin til að minnast þess er Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunni á Hiroshima á þessum degi 1945. DíaMat tekur undir kröfuna um kjarnorkuafvopnun, enda erfitt að ímynda sér meiri hættu af mannavöldum fyrir fólk og annað lífríki á jörðinni heldur en kjarnorkusprengingu. Rétt er að […]

Framundan hjá DíaMat

Helstu niðurstöður opins stjórnarfundar DíaMats 26. júní sl.: Laugardaginn 25. ágúst ætlum við í sumarferð til Skóga undir Eyjafjöllum. Verður auglýst betur fljótlega. Laugardaginn 18. ágúst ætlum við að taka þátt í menningarnótt með díalektískri útimessu á Arnarhóli eins og í fyrra. Föstu- og laugardag 7. og 8. september ætlum við að taka þátt í […]

Sumarsólstöður

Gleðilegar sumarsólstöður. Í dag er lengstur sólargangur hér á norðurhveli jarðar en systkini okkar á suðurhvelinu geta glaðst yfir því að nú fer daginn að lengja hjá þeim. Eigið gott sumar, hvar sem þið búið.

Reynsla af geðheilbrigðiskerfi á Íslandi og í Danmörku

Gunnar Örn Heimisson segir frá reynslu sinni af geðheilbrigðiskerfinu á Íslandi og í Danmörku í díalektískri messu í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 29. maí kl. 20:00.Umræður og messukaffi.Allir velkomnir.

14. maí er vinnuhjúaskildagi

Á dögum vistarbandsins var 14. maí vinnuhjúaskildagi. Þá máttu vinnuhjú fara vistaskiptum, velja sér nýja húsbændur.Nú er öldin önnur. Við berum sjálf ábyrgð á okkur, alla daga ársins. Við getum hvenær sem er valið hverjum við viljum fylgja, gömlum húsbónda eða nýjum eða kannski öðrum vinnuhjúum á vit nýrra og betri tíma, eftir leiðum samstöðu […]