loader image

Dags

Sumarferð á laugardag

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

DíaMat efnir til sumarferðar á laugardaginn. Því miður datt það uppfyrir að auglýsa hana nánar hér á heimasíðunni, en hún hefur hins vegar verið kynnt allrækilega á Facebook-hópi félagsins.
Farið verður að Skógum undir Eyjafjöllum og Keldum á Rangárvöllum. Ferðin verður sjálfráð um hvort annarra áfangastaða verður vitjað.
Fullt verð er 3000 krónur og fyrir utan rútuferðina er þá innifalinn aðgangur að báðum söfnunum. Ekkert fargjald er fyrir félaga í DíaMat, fyrir mjög tekjulágt fólk og fyrir börn.
Gjörið svo vel að láta vita strax, ef þið viljið koma með: vangaveltur@yahoo.com

Deila:

Facebook
Twitter