loader image

Dags

Opinn stjórnarfundur & díalektísk messa á miðvikukvöld

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Ég vona að allir hafi átt gleðileg jafndægur á hausti í gær. Þá skein sólin jafn á réttláta og rangláta, alls staðar á jörðinni.
Næstkomandi miðvikukvöld, 26. september, verða opinn stjórnarfundur og díalektísk messa í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Stjórnarfundurinn hefst kl. 19:30. Messan hefst kl. 20:30. Ráðgert er að dagskrá sé lokið um kl. 21:30.
Í messunni fjallar Þorvaldur Þorvaldsson, varaformaður DíaMats, um eðli og hlutverk menningar í þjóðfélagsbreytingum.
Dagskrá stjórnarfundarins:
1. Almennt starf félagsins í haust
2. Styrkveitingar í haust
3. Staðan á lóðarumsókninni
4. Skráningarherferð fyrir 1. desember
5. Önnur mál
Allir velkomnir á messuna. Allir félagar velkomnir á opna stjórnarfundinn, hægt að skrá sig á staðnum.

Deila:

Facebook
Twitter