loader image

Skýrsla stjórnar DíaMats

rituð á Hvanneyri, febrúar 2025 fyrir starfsárið 11. febrúar 2024 – 15. febrúar 2025 Síðasti aðalfundur var haldinn 11. febrúar 2024. Áður hafði öldungaráð fundað og kosið Véstein Valgarðsson, Þorvald Þorvaldsson og Ingibjörgu Ingvarsdóttur í stjórn. Aðalfundur samþykkti að breyta „athafnarmanni“ í „erindreka“ í lögum félagsins og öðrum samþykktum. Aðalfundur kaus Siggeir Fannar Ævarsson og […]

Af aðalfundi DíaMats

DíaMat hélt aðalfund og öldungaráðsfund laugardaginn 15. febrúar. Fundirnir voru haldnir í Gerðubergi og fóru vel fram. Helstu fréttir eru þær að stjórn var endurkjörin í heild og Alina Vilhjálmsdóttir var kjörin í öldungaráð. Samþykkt var að framlög í styrktarsjóð og byggingarsjóð yrðu óbreytt, eða 1.200.000 í hvorn sjóð.

Aðalfundur DíaMats í dag, 15. febrúar

Kæru félagar, aðalfundur DíaMats verður haldinn í Gerðubergi í laugardaginn 15. febrúar 2024 klukkan 15:00. Atkæðisrétt og kjörgengi eiga allir sem skráðir eru í félagið. Hægt er aỡ skrá sig á staðnum. Hver sem hefur skráð sig eftir 1. desember 2024, þarf aõ sýna fundarstjóra sannindamerki þess til aõ hafa full réttindi á fundinum. Boðið […]

Af aðalfundi í ár

Helstu fréttir af aðalfundi DíaMats sunnudaginn 11. febrúar sl. eru að stjórnin helst óbreytt. María Hjálmtýsdóttir var samþykkt í öldungaráð félagsins. Skoðunarmenn reikninga verða áfram Árni Daníel Júlíusson og Skúli Jón Unnarson.Fyrir aðalfund var haldin díalektísk stund með Viðari Þorsteinssyni, allir yfirgáfu þá stund fróðari um Antonio Negri og mergð ítalskra kommúnista í lífstíð Negris.Önnur […]

Aðalfundur DíaMats 11. febrúar

Kæru félagar, aðalfundur DíaMats verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105  sunnudaginn 11. febrúar 2024 klukkan 15:00.    Atkvæðisrétt og kjörgengi eiga allir sem skráðir eru í félagið. Hægt er að skrá sig á staðnum.Hver sem hefur skráð sig eftir 1. desember 2023, þarf að sýna fundarstjóra sannindamerki þess til að hafa full réttindi á fundinum.Boðið […]

Aðalfundur DíaMats 2023 & díalektísk stund með Guðmundi Ævari Oddsyni

Kæru félagar, Undanfarið starfsár hefur verið ágætt fyrir félagið. Við höfum ekki haldið díalektíska stund í hverjum mánuði, en þær sem við höfum haldið hafa verið vel heppnaðar og fróðlegar. Lóðarumsóknin er fyrir dómstólum og bíðurnú úrskurðar Landsréttar, þangað sem við áfrýjuðum eftir að Reykjavíkurborg var sýknuð í héraðsdómi Reykjavíkur. Styrkveitingar okkar hafa aldrei verið […]

Opinn stjórnarfundur

DíaMat býður á opinn stjórnarfund mánudaginn 21. nóvember kl. 20, í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá:1. Almenn umræða um starf félagsins undanfarið.2. Undibúningur aðalfundar.3. Umræða um starf félagsins framundan.4. Önnur mál. Allir félagar velkomnir. Leyft börnum.Bannað öllum sem er ekki treystandi til að vera innan um börn.Húsnæðið er aðgengilegt fyrir flesta. Heitt á könnunni.

Aðalfundur DíaMats 20. febrúar

Kæri félagi,  þótt farsóttin hafi almennt gert þungt fyrir fæti í félagsstarfi á árinu sem var að líða, hefur DíaMat ekki legið í dvala. Nú er kominn tími til að gera upp starfsárið:  Aðalfundur DíaMats árið 2022 verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, sunnudaginn 20. febrúar 2022, klukkan 15:00.  Vinsamlegast farið í covid-próf áður en […]

Díalektísk stund og opinn stjórnarfundur DíaMats

DíaMat heldur opinn stjórnarfund sem jafnframt er díalektísk stund októbermánaðar.Þriðjudag 12. október klukkan 17, Friðarhúsi Njálsgötu 87. Dagskrá:1. Staða lóðarumsóknar og kæru2. Styrkir haustsins3. Annað framundan4. Önnur mál Allir félagar velkomnir — líka nýir félagar!