loader image

Dags

Aðalfundur DíaMats 11. febrúar

Skrifað af:

Stjorn

Kæru félagar,
aðalfundur DíaMats verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 
sunnudaginn 11. febrúar 2024 klukkan 15:00.   

Atkvæðisrétt og kjörgengi eiga allir sem skráðir eru í félagið. Hægt er að skrá sig á staðnum.
Hver sem hefur skráð sig eftir 1. desember 2023, þarf að sýna fundarstjóra sannindamerki þess til að hafa full réttindi á fundinum.
Boðið verður upp á veitingar. Salurinn á að vera aðgengilegur fyrir alla og allir félagar eru velkomnir, börn og fullorðnir, sem eru á annað borð húsum hæfir.

Við gerum ráð fyrir að aðalfundur standi í tvo klukkutíma eða tæplega það.
Við vekjum athygli á að á undan aðalfundi er díalektísk stund, sjá nánar hér. 


Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins:  
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara,  
2. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á starfsárinu,  
3. Reikningar félagsins lagðir fram og afgreiddir,  
4. Lagabreytingar,  
5. Kjör tveggja stjórnarmanna sem aðalfundur kýs,  
6. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga, sem ekki eru í stjórn,  
7. Kjör eins nýs félaga í Öldungaráð (ekki skylda),  
8. Önnur mál.    

Ég vonast til að sjá ykkur sem flest og ykkur er velkomið að taka vini og ættingja með.  

Með bestu kveðjum,         
Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður DíaMats

Deila:

Facebook
Twitter