Hallgrímur og Spánarstríðið 14. nóvember

Einar Kári Jóhannsson og Styrmir Dýrfjörð segja frá lífi og störfum Hallgríms Hallgrímssonar, Íslendings sem barðist í spænska borgarastríðinu, í díalektískri stund miðvikukvöldið 14. nóvember kl. 20:00m þeir eru að undirbúa endurútgáfu á endurminningum Hallgríms, Undir fána lýðveldisins hjá Unu útgáfuhúsi.Friðarhús, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar). Verið velkomin.

Gleðilegt byltingarafmæli!

Í dag 7. nóvember er 101 ár liðið síðan alþýðan tók völdin í Októberbyltingunni í Rússlandi. DíaMat óskar öllu alþýðufólki til hamingju með daginn.(Takið kvöldið 14. nóvember frá, þá verður spennandi viðburður á vegum DíaMats!)

DíaMat styrkir Drekaslóð

Á dögunum styrkti DíaMat samtökin Drekaslóð um 30.000 krónur. Drekaslóð starfar með þolendum ofbeldis.DíaMat veitir styrki til félagasamtaka sem stunda valdeflingu fyrir alþýðufólk. Á síðasta ári styrkti félagið Hugarafl, Drekaslóð og Solaris flóttamannahjálp.Peningarnir til þessara styrkja koma úr sóknargjöldum þeim sem DíaMat fær frá ríkissjóði, fyrir alla sem eru skráðir í félagið. Einfalt er að […]

Ólafur Dýrmundsson 16. október

Þriðjukvöldið 16. október kl. 20 verður díalektísk „messa“ í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar).Þar mun Ólafur Dýrmundsson hafa framsögu um umhverfismál í heiminum, stöðu og horfur, með sérstöku tilliti til fæðu- og matvælaöryggis Íslands.Boðið verður upp á messukaffi. Allir velkomnir!

DíaMat styrkir Hugarafl

DíaMat styrkti Hugarafl í gær um 30.000 krónur. Styrktarsjóður DíaMats styrkir félagasamtök sem valdefla alþýðufólk, en styrktarféð er hluti af sóknargjöldunum sem félagið fær frá ríkissjóði fyrir alla sem eru skráðir í það hjá Þjóðskrá Íslands.

Messur í október og nóvember

Díalektískar messur verða þriðjudagskvöldið 16. október og miðvikukvöldið 14. nóvember. Takið bæði kvöldin frá!

Opinn stjórnarfundur & díalektísk messa á miðvikukvöld

Ég vona að allir hafi átt gleðileg jafndægur á hausti í gær. Þá skein sólin jafn á réttláta og rangláta, alls staðar á jörðinni. Næstkomandi miðvikukvöld, 26. september, verða opinn stjórnarfundur og díalektísk messa í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Stjórnarfundurinn hefst kl. 19:30. Messan hefst kl. 20:30. Ráðgert er að dagskrá sé lokið um kl. 21:30. […]

Díalektísk messa á LÝSU á Akureyri 8. september

DíaMat tekur þátt í LÝSU (áður Fundi fólksins) í Hofi á Akureyri, eins og undanfarin ár. Við verðum að venju með díalektíska messu. Hún verður á laugardeginum 8. september, í Setbergi kl. 11-12.Umfjöllunarefni dagsins verður eðli og hlutverk menningar í framsæknum þjóðfélagsbreytingum. Varaformaður DíaMats, Þorvaldur Þorvaldsson, hefur framsögu og síðan verða umræður. Þá verður félagið […]

Sumarferð á laugardag

DíaMat efnir til sumarferðar á laugardaginn. Því miður datt það uppfyrir að auglýsa hana nánar hér á heimasíðunni, en hún hefur hins vegar verið kynnt allrækilega á Facebook-hópi félagsins.Farið verður að Skógum undir Eyjafjöllum og Keldum á Rangárvöllum. Ferðin verður sjálfráð um hvort annarra áfangastaða verður vitjað.Fullt verð er 3000 krónur og fyrir utan rútuferðina […]

Gegn kjarnorkuvígbúnaði

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur alþýðu heimsins gegn kjarnorkuvígbúnaði, en dagsetningin er valin til að minnast þess er Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjunni á Hiroshima á þessum degi 1945. DíaMat tekur undir kröfuna um kjarnorkuafvopnun, enda erfitt að ímynda sér meiri hættu af mannavöldum fyrir fólk og annað lífríki á jörðinni heldur en kjarnorkusprengingu. Rétt er að […]