Díalektísk stund: Málefni flóttafólks
Þriðjudagskvöldið 9. apríl kemur Sema Erla Serdar á okkar fund og segir frá starfi Solaris, hjálparsamtaka fyrir flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi, í díalektískri stund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Umræður. Allir velkomnir sem koma með friði. Kaffiveitingar.
Skilyrði fyrir umboði frá DíaMat til hjónavígsluathafna
Forstöðumaður DíaMats er handhafi opinbers umboðs til þess að gefa saman hjón. Hann getur framselt vald sitt til athafnastjóra og athafnamanna, og til einstakra vígsluathafna. Til að fá stöðu athafnastjóra eða athafnamanns hjá DíaMat þarf maður að hafa verið skráður í félagið 1. desember árið á undan. Maður þarf að hafa þekkingu á díalektískri og […]
Gleðileg jafndægur á vori!
Gleðileg jafndægur á voru, kæru jarðarbúar. Í dag er annar tveggja daga á árinu þar sem sólin skín jafnt á okkur öll.
8. mars á föstudag — og díalektísk stund næsta þriðjudag
Á föstudag, 8. mars, er fundur í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti í Gamla bíói klukkan 17. DíaMat er einn af aðstandendum fundarins, en 8. mars er einn af þeim dögum sem við höfum í heiðri. Vonandi sjáumst við þar!– – – – – –Einar Kári Jóhannsson kemur á fund DíaMats […]
DíaMat á Facebook
Það eru meira og minna öll félög á Facebook núorðið. DíaMat lætur ekki sitt eftir liggja. Þið getið fundið like-síðuna okkar undir nafninu „Díamat“ og við erum líka með hóp sem heitir „DíaMat – félag um díalektíska efnishyggju“ — verið velkomin!
Stefna styrktarsjóðs
Stjórn DíaMats hefur samþykkt stefnu fyrir styrktarsjóð DíaMats.
Af aðalfundi DíaMats 16. febrúar
Aðalfundur DíaMats fór fram í gær, 16. febrúar. Þar var Tinna Þorvalds Önnudóttir kjörin í stjórn og Elín Helgadóttir endurkjörin. Sólveig Hauksdóttir var kosin í Öldungaráð. Árni Daníel Júlíusson og Claudia Overesch voru kjörin skoðunarmenn reikninga. Þær lagabreytingar sem stjórn mælti með voru samþykktar einróma. Þá var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir starfsárið. Fundurinn var vel sóttur […]
Díalektísk stund á eftir aðalfundi á morgun
Um leið og minnt er á aðalfund DíaMats á morgun laugardag 16. febrúar, klukan 16:00 í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 — er rétt að vekja athygli á því að díalektískri stund febrúarmánaðar er hnýtt aftan í aðalfundinn. Að loknum störfum aðalfundar hefst því díalektísk stund og umræðuefnið er nokkuð opið: hvert stefnir félagið, hvert á það […]
Lagabreytingartillögur fyrir aðalfund DíaMats 16. febrúar
Aðalfundur DíaMats — félags um díalektíska efnishyggju verður haldinn kl. 16:00 laugardaginn 16. febrúar næstkomandi, í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Fyrir fundinum liggja lagabreytingartillögur, þær eru merktar með rauðu í textanum hér að neðan. Núgildandi lög félagsins, óbreytt, má hins vegar finna hér á heimasíðunni. LÖG FYRIR DÍAMAT LÖG FYRIR DÍAMAT […]
Aðalfundur DíaMats verður 16. febrúar
Aðalfundur DíaMats verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, laugardaginn 16. febrúar næstkomandi, klukkan 16:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Áhugasamir eru hvattir til að íhuga framboð til stjórnar, en á fundinum verður kosið um tvö stjórnarsæti. Vegna nýrra persónuverndarlaga segist Þjóðskrá Íslands ekki munu láta trúar- og lífsskoðunarfélögum í té lista yfir […]