loader image

Dags

Díalektísk stund á eftir aðalfundi á morgun

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Um leið og minnt er á aðalfund DíaMats á morgun laugardag 16. febrúar, klukan 16:00 í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 — er rétt að vekja athygli á því að díalektískri stund febrúarmánaðar er hnýtt aftan í aðalfundinn. Að loknum störfum aðalfundar hefst því díalektísk stund og umræðuefnið er nokkuð opið: hvert stefnir félagið, hvert á það að stefna og hvað á það að gera í framtíðinni?
MÍR-salurinn er aðgengilegur fyrir fólk í hjólastól. Þar er hins vegar ekki leikhorn, þannig að ef fundarmenn vilja koma með börn með sér (sem er mjög velkomið) mælum við með að hafa sitt eigið dund með.
Boðið verður upp á veitingar samboðnar börnum og fullorðnum.

Deila:

Facebook
Twitter