loader image

Dags

8. mars á föstudag — og díalektísk stund næsta þriðjudag

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Á föstudag, 8. mars, er fundur í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti í Gamla bíói klukkan 17. DíaMat er einn af aðstandendum fundarins, en 8. mars er einn af þeim dögum sem við höfum í heiðri. Vonandi sjáumst við þar!
– – – – – –
Einar Kári Jóhannsson kemur á fund DíaMats í Friðarhúsi þriðjudagskvöldið 12. mars kl. 20 og les kafla úr „Undir fána lýðveldisins“ eftir Hallgrím Hallgrímsson, endurminningar úr spánsku borgarastyrjöldinni.
Einar og félagar hans í Unu útgáfuhúsi voru að endurútgefa bókina, en DíaMat styrkti útgáfuna.
Hægt verður að kaupa bókina sjálfa á staðnum.

Deila:

Facebook
Twitter