loader image

Fjölgun í DíaMat — hefur ÞÚ skráð þig?

Í dag komu út frá Þjóðskrá Íslands nýjar tölur um skráningu í trúar- og lífsskoðunarfélög.Samkvæmt þeim hefur fjölgað í DíaMat og eru nú skráðir 114 félagar. Það gerir jafnframt að við höfum færst upp um tvö sæti á listanum eftir stærð félaga og erum komin í 25. sæti af 49, eða nákvæmlega í miðjuna.Eruð þið […]

Díalektísk vinnustund á sunnudag

Næstkomandi sunnudag, 29. september, heldur DíaMat díalektíska stund í friðarhúsi (Njálsgötu 87) milli kl. 13 og 15. Fókusinn verður á starf félagsins almennt og næstu mánuði. Allir velkomnir, þar á meðal fólk með börn. Hægt verður að skrá sig í félagið á staðnum. Þar verður líka hægt að nálgast bækur og fleira sem félagið hefur […]

Jafndægur á hausti

Í dag, 23. september, eru jafndægur á hausti!Í dag er annar tveggja daga, þegar sólskininu er jafnt skipt milli jarðarbúa, óháð því hvar á jörðinni þeir búa. Látum það vera okkur innblástur til að skipta gæðum lífsins jafnar milli jarðarbúa.Haldið upp á daginn eins og hentar ykkur best. Því ekki að flagga?

Ráðstefna um sögulega efnishyggju

Við vekjum athygli á sextándu sögulegu efnishyggju-ráðstefnunni, sem verður haldin í London 7.-10. nóvember í haust! DíaMat vill styrkja félaga sína sem ætla á ráðstefnuna, um 20.000 kr. á mann. Ef þið ætlið að fara og eruð félagar, hafið þá samband við okkur.

DíaMat á LÝSU

DíaMat verður með í LÝSU, rokkhátíð samtalsins, á Akureyri 6.-7. september. Þar verður málstofa um arfleifð Rósu Luxemburg, nú þegar 100 ár eru liðin frá morði hennar. Meira um það síðar, en upplagt er að skoða síðu viðburðarins á Facebook: Rósa Luxemburg – hundrað árum síðar

DíaMat á Menningarnótt

DíaMat verður að venju með á Menningarnótt í Reykjavík: Við kynnum félagið og bjóðum upp á veitingar við hliðina á róluvellinum á Arnarhóli milli kl. 13 og 14! Sjáumst!

Staða og sýn DíaMats: sunnudag

Fundur sunnudaginn 23. júní kl. 13, um stöðu, framtíðarsýn og áform DíaMats. Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður DíaMats opnar umræðuna.Heitt á könnunni og með því.Friðarhúsi, Njálsgötu 87.Allir félagar og velunnarar DíaMats velkomnir.

Kapítalismi og umhverfismál

Díalektísk stund í Friðarhúsi miðvikukvöldið 22. maí kl. 20:00. Varaformaður DíaMats Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um umhverfisvandann og tengsl hans við kapítalismann. Um leið kynnir hann nýútkomna bók sem hann þýddi, Það sem allir umhverfissinnar þurfa að vita um kapítalismann eftir Fred Magdoff og John Bellamy Foster. Kaffi og með því. Verið velkomin!

Komið í Húsdýragarðinn á sumardaginn fyrsta

Á fimmtudaginn — 25. apríl — er sumardagurinn fyrsti. Af því tilefni ætlar DíaMat að bjóða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Planið er einfalt: DíaMat býður öllum* sem koma milli 10:10 og 10:20 um morguninn að borga aðgangseyrinn. Þeim sem vilja er líka boðið að þiggja veitingar í kaffiteríunni í hádeginu. Komið með góða skapið, klædd […]

Ráðstefna Siðmenntar 1. júní

Þann 1. júní nk. heldur Siðmennt ráðstefnu um siðfræði 21. aldar. Stjórn DíaMats hefur samþykkt að ef skráðir félagar í DíaMat hafa áhuga á að sækja ráðstefnuna, geti þeir sótt um styrk frá félaginu fyrir hálfu þátttökugjaldinu. Skoðið heimasíðuna og vitið hvort þið hafið áhuga. Hafið samband við okkur ef þið eruð félagar og viljið […]