Aðalfundur DíaMats fór fram í gær, 16. febrúar. Þar var Tinna Þorvalds Önnudóttir kjörin í stjórn og Elín Helgadóttir endurkjörin. Sólveig Hauksdóttir var kosin í Öldungaráð. Árni Daníel Júlíusson og Claudia Overesch voru kjörin skoðunarmenn reikninga. Þær lagabreytingar sem stjórn mælti með voru samþykktar einróma. Þá var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir starfsárið. Fundurinn var vel sóttur og fór vel fram.
Að loknum aðalfundinum var díalektísk stund, þar sem var aðallega rætt vítt og breitt um starf félagsins framundan.
Nýjustu
færslur
01/05/2022
20/03/2022
14/02/2022
02/02/2022