Gleðilegar sumarsólstöður
DíaMat — lífsskoðunarfélag um díalektíska efnishyggju býður gleðilegar sumarsólstöður og hvetur til að þeim sé fagnað með vinum eða fjölskyldu á viðeigandi hátt.
Rússneska byltingin I
Félagið DiaMat stendur fyrir díalektiskri messu þriðjudaginn 30. maí kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Þorvaldur Þorvaldsson flytur erindið „Rússneska byltingin I“ og fjallar um ýmsar spurningar varðandi fyrri hluta byltingarferlisins í Rússlandi fyrir 100 árum. Framhald er væntanlegt síðar á árinu. Heitt á könnunni og allir eru velkomnir.
Viðtal við Véstein Valgarðsson, forstöðumann DíaMats
Þetta viðtal birtist á vefritinu Tíðin.is á dögunum. Lífsskoðunarfélagið DíaMat er nýjasta viðbótin í trúfélaga og lífskoðunarmenningu landsins. Við hjá Tíðinni fengum Véstein Valgarðsson forstöðumann félagsins til að svara nokkrum spurningum um félagið. Hvernig fæddist hugmyndin að stofnun Díamat?Ég skráði mig í Siðmennt fyrir löngu síðan, bæði til að vera með í henni sem samfélagi […]
Víetnam á sunnudag, fyrsti maí á mánudag
Næstkomandi sunnudag, 30. apríl, heldur DíaMat — félag um díalektíska efnishyggju díalektíska messu í tilefni af því að 42 ár verða liðin frá því Víetnamar hröktu Bandaríkjaher af höndum sér, frelsuðu Saigon og hrósuðu sigri í þjóðfrelsisstríði sínu. Af því tilefni ætlar Sveinn Rúnar Hauksson læknir að segja frá Víetnamnefndinni og samstöðubaráttunni með Víetnam, sem […]
Jafndægur á vori
Í dag er annar tveggja daga á árinu, sem sólarljósinu er jafn skipt milli allra, sama hvar þeir búa á jörðinni. Því ber að fagna. Einnig er hægt er að láta það verða sér innblástur til að vinna að því að lífskjörum verði einnig skipt jafn milli fólks, sama hvar það býr á jörðinni. Væri […]
Á morgun: Parísarkommúnan
Þann 18. mars árið 1871 var Parísarkommúnan stofnuð. Með henni tók alþýðan ríkisvaldið í sínar hendur í fyrsta sinn í nútíma og gaf tóninn fyrir baráttuna sem ennþá stendur: fyrir því að alþýðan taki forræði yfir sjálfri sér.Átjándi mars er einn þeirra daga sem DíaMat heldur í heiðri og getur auðvitað hver minnst Kommúnunnar á […]
Áttundi mars
Í dag er áttundi mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.Klukkan 17 í dag verður haldinn baráttufundur í Iðnó í tilefni dagsins. Sjáumst þar!
Fögnum breytingum og styðjum hvert annað
DíaMat heldur díalektíska „messu“ þriðjudaginn 28. febrúar kl. 17:00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar). Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi hefur framsögu: Fögnum breytingum og styðjum hvert annað Ólafur GrétarGunnarsson Verðandi foreldar leggja línurnar fyrir betra samfélagi með því sækjast eftir stuðningi og fræðslu, við hin með því að svara kallinu og styðja við bakið á […]
Af aðalfundi DíaMats
Aðalfundur DíaMats var haldinn laugardaginn 28. janúar. Á honum var stjórn endurkjörin. Lög félagsins hafa verið löguð að nýju hlutverki þess sem skráð lífsskoðunarfélag. Samþykkt var að fella niður félagsgjöld og hætta að halda sérstakt félagatal áhugamannafélagsins DíaMats. Í þess staðverður yfirlit frá Þjóðskrá Íslands notað sem félagatal. Auk þess hefur Öldungaráð DíaMats verið sett á […]
Aðalfundur 28.1.
Aðalfundur DíaMats verður haldinn 28. janúar. Aðalfundarboð hefur verið sent út. Félagar sem ekki eru á póstlista en vilja fá fundarboð gefi sig fram.