loader image

Dags

Víetnam á sunnudag, fyrsti maí á mánudag

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Næstkomandi sunnudag, 30. apríl, heldur DíaMat — félag um díalektíska efnishyggju díalektíska messu í tilefni af því að 42 ár verða liðin frá því Víetnamar hröktu Bandaríkjaher af höndum sér, frelsuðu Saigon og hrósuðu sigri í þjóðfrelsisstríði sínu.

Af því tilefni ætlar Sveinn Rúnar Hauksson læknir að segja frá Víetnamnefndinni og samstöðubaráttunni með Víetnam, sem hann var í forystu fyrir á sínum tíma.

Umræður verða á eftir, heitt á könnunni og allir velkomnir. Messan verður í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar) og hún byrjar kl. 11:00 (á messutíma).

Glöggir félagar hafa tekið eftir því að fyrsti maí er á mánudaginn. Hann er einn þeirra daga sem DíaMat hefur í heiðri, hver félagi á sinn hátt — en nærtækt er að taka þátt í kröfugöngu eða öðrum samkomum í tilefni dagsins.

Deila:

Facebook
Twitter