Þann 18. mars árið 1871 var Parísarkommúnan stofnuð. Með henni tók alþýðan ríkisvaldið í sínar hendur í fyrsta sinn í nútíma og gaf tóninn fyrir baráttuna sem ennþá stendur: fyrir því að alþýðan taki forræði yfir sjálfri sér.
Átjándi mars er einn þeirra daga sem DíaMat heldur í heiðri og getur auðvitað hver minnst Kommúnunnar á sinn hátt. Friðarhús, þar sem DíaMat hefur oftast haldið fundi sína, er upptekið þann 18. mars. Við munum því halda díalektíska messu í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. mars kl. 17.
Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um Parísarkommúnuna.
Heitt á könnu & allir velkomnir nema nasistar og barnaníðingar.
Nýjustu
færslur
26/02/2024
21/02/2024
16/02/2024