Byltingardagatalið: leiðrétting

Villur hafa verið uppgötvaðar í byltingardagatalinu á síðunum fyrir mars, apríl og maí. Leiðrétt blöð eru í boði hér fyrir neðan til útprenntunar. Einnig geturðu sett þig í samband við okkur á vangaveltur@yahoo.com, og fengið leiðrétt blöð send í pósti. Nefndu hversu mörg eintök og heimilisfang. Við biðjumst innilega afsökunar á þessum mistökum. Leibeiningar við […]

Gleðilegar vetrarsólstöður

Við í Félag um díalektíska efnishyggju óskum öllum gleðilegrar hátíðar á þessum stysta degi ársins. Njótið jólanna og komandi hækkandi sólar. Mynd: Karnak musterið í Egyptalandi

Byltingardagatalið 2022 er komið út

Byltingardagatalið 2022 er veglegur prentgripur sem sómar sér vel á heimilum með sósíalískar taugar. Dagatalið inniheldur sögufrægar dagsetningar og fæðingar- og dánardaga merkisfólks úr sögu stéttabaráttunnar, sósíalismans og baráttunnar fyrir réttlátu þjóðfélagi Dagatalið er uppselt hjá DíaMat.

DíaMat styrkir góð málefni

Þetta haust valdi DíaMat fjögur góð málefni til að styrkja.Það eru: Drekaslóð, Pieta, Sjónarhóll og Solaris. Hvert fyrir sig fékk 200.000 króna styrk frá félaginu. Þeir peningar koma úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær frá íslenska ríkinu í samræmi við fjölda fólks sem er skráð í félagið í Þjóðskrá Íslands. Eruð þið skráð? Það er ótrúlega […]

Díalektísk stund og opinn stjórnarfundur DíaMats

DíaMat heldur opinn stjórnarfund sem jafnframt er díalektísk stund októbermánaðar.Þriðjudag 12. október klukkan 17, Friðarhúsi Njálsgötu 87. Dagskrá:1. Staða lóðarumsóknar og kæru2. Styrkir haustsins3. Annað framundan4. Önnur mál Allir félagar velkomnir — líka nýir félagar!

Jafndægur á hausti

Í dag, 22. september, eru jafndægur á hausti!Sólina og tunglið varðar ekkert um hallann á samskiptum mannfólks Vesturlanda og Suðurlanda. Í dag er annar tveggja daga á árinu, þegar sólskininu er jafnt skipt milli jarðarbúa, óháð því hvar á jörðinni þeir búa. Lítilla sanda,lítilla sæva,lítil eru geð guma.Því allir mennurðut jafnspakir,hálf er öld hvar. Hávamál, […]

Yfirlýsing og áskorun No Borders Iceland til dómsmálaráðherra, nýskipaðs formanns kærunefndar og umboðsmanns Alþingis.

DíaMat – félag um díalektíska efnishyggju styður yfirlýsingu og áskorun No Borders  vegna nýlegrar skipunar Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar Útlendingamála.Við hvetjum félagsfólk sem og alla aðra til að setja nafn sitt undir yfirlýsinguna sem hægt er að finna hér á facebook síðu No Borders Iceland. „Ef einhver hefur einlægan áhuga á að sjá […]

76 ár síðan Hiroshima

Í dag er sjötti ágúst, 76 ár síðan Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima. DíaMat hvetur alla til þess að gera sig gildandi í baráttunni gegn kjarnorkuvígbúnaði, og gegn því að önnur eins hroðaverk verði nokkurn tímann unnin aftur.

Gleðilegar sumarsólstöður

Lífsskoðunarfélag um díalektíska efnishyggju býður gleðilegar sumarsólstöður. Við óskum ykkur uppbyggjandi og ljómandi dags. Ljósmynd af Angkor Wat í Kambodíu