Aðalfundur DíaMats 20. febrúar
![](https://diamat.is/wp-content/uploads/2021/05/Untitled-1.jpg)
Kæri félagi, þótt farsóttin hafi almennt gert þungt fyrir fæti í félagsstarfi á árinu sem var að líða, hefur DíaMat ekki legið í dvala. Nú er kominn tími til að gera upp starfsárið: Aðalfundur DíaMats árið 2022 verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, sunnudaginn 20. febrúar 2022, klukkan 15:00. Vinsamlegast farið í covid-próf áður en […]
Byltingardagatalið: leiðrétting
![](https://diamat.is/wp-content/uploads/2021/12/kynningarmynd-4-1024x717.jpg)
Villur hafa verið uppgötvaðar í byltingardagatalinu á síðunum fyrir mars, apríl og maí. Leiðrétt blöð eru í boði hér fyrir neðan til útprenntunar. Einnig geturðu sett þig í samband við okkur á vangaveltur@yahoo.com, og fengið leiðrétt blöð send í pósti. Nefndu hversu mörg eintök og heimilisfang. Við biðjumst innilega afsökunar á þessum mistökum. Leibeiningar við […]
Gleðilegar vetrarsólstöður
![](https://diamat.is/wp-content/uploads/2021/12/CE0962EB-A7E3-4EFD-A940-796D1BE9905F.jpeg)
Við í Félag um díalektíska efnishyggju óskum öllum gleðilegrar hátíðar á þessum stysta degi ársins. Njótið jólanna og komandi hækkandi sólar. Mynd: Karnak musterið í Egyptalandi
Byltingardagatalið 2022 er komið út
![](https://diamat.is/wp-content/uploads/2021/12/kynningarmynd-1-2-1024x717.jpg)
Byltingardagatalið 2022 er veglegur prentgripur sem sómar sér vel á heimilum með sósíalískar taugar. Dagatalið inniheldur sögufrægar dagsetningar og fæðingar- og dánardaga merkisfólks úr sögu stéttabaráttunnar, sósíalismans og baráttunnar fyrir réttlátu þjóðfélagi Dagatalið er uppselt hjá DíaMat.
DíaMat styrkir góð málefni
![](https://diamat.is/wp-content/uploads/2021/11/solaris-1024x498.jpeg)
Þetta haust valdi DíaMat fjögur góð málefni til að styrkja.Það eru: Drekaslóð, Pieta, Sjónarhóll og Solaris. Hvert fyrir sig fékk 200.000 króna styrk frá félaginu. Þeir peningar koma úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær frá íslenska ríkinu í samræmi við fjölda fólks sem er skráð í félagið í Þjóðskrá Íslands. Eruð þið skráð? Það er ótrúlega […]
Díalektísk stund og opinn stjórnarfundur DíaMats
![](https://diamat.is/wp-content/uploads/2021/10/fridarhús.jpeg)
DíaMat heldur opinn stjórnarfund sem jafnframt er díalektísk stund októbermánaðar.Þriðjudag 12. október klukkan 17, Friðarhúsi Njálsgötu 87. Dagskrá:1. Staða lóðarumsóknar og kæru2. Styrkir haustsins3. Annað framundan4. Önnur mál Allir félagar velkomnir — líka nýir félagar!
Jafndægur á hausti
![](https://diamat.is/wp-content/uploads/2021/09/EuM-Ye2XEAQvyvD-1024x512.jpeg)
Í dag, 22. september, eru jafndægur á hausti!Sólina og tunglið varðar ekkert um hallann á samskiptum mannfólks Vesturlanda og Suðurlanda. Í dag er annar tveggja daga á árinu, þegar sólskininu er jafnt skipt milli jarðarbúa, óháð því hvar á jörðinni þeir búa. Lítilla sanda,lítilla sæva,lítil eru geð guma.Því allir mennurðut jafnspakir,hálf er öld hvar. Hávamál, […]
Yfirlýsing og áskorun No Borders Iceland til dómsmálaráðherra, nýskipaðs formanns kærunefndar og umboðsmanns Alþingis.
DíaMat – félag um díalektíska efnishyggju styður yfirlýsingu og áskorun No Borders vegna nýlegrar skipunar Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar Útlendingamála.Við hvetjum félagsfólk sem og alla aðra til að setja nafn sitt undir yfirlýsinguna sem hægt er að finna hér á facebook síðu No Borders Iceland. „Ef einhver hefur einlægan áhuga á að sjá […]
76 ár síðan Hiroshima
![](https://diamat.is/wp-content/uploads/2021/08/merlin_146255937_1fd6a1ce-d2ea-4b50-b28e-c47530cecc2d-superJumbo-1024x810.jpg)
Í dag er sjötti ágúst, 76 ár síðan Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Hiroshima. DíaMat hvetur alla til þess að gera sig gildandi í baráttunni gegn kjarnorkuvígbúnaði, og gegn því að önnur eins hroðaverk verði nokkurn tímann unnin aftur.
Gleðilegar sumarsólstöður
![](https://diamat.is/wp-content/uploads/2021/06/equinox-angkorwat.jpeg)
Lífsskoðunarfélag um díalektíska efnishyggju býður gleðilegar sumarsólstöður. Við óskum ykkur uppbyggjandi og ljómandi dags. Ljósmynd af Angkor Wat í Kambodíu