Hæstiréttur hafnar áfrýjunarbeiðni okkar

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni okkar, DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju, um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Þessi úrskurður er að sjálfsögðu vonbrigði fyrir okkur og félagið mun fara yfir stöðuna áður en það bregst frekar við.

Af aðalfundi í ár

Helstu fréttir af aðalfundi DíaMats sunnudaginn 11. febrúar sl. eru að stjórnin helst óbreytt. María Hjálmtýsdóttir var samþykkt í öldungaráð félagsins. Skoðunarmenn reikninga verða áfram Árni Daníel Júlíusson og Skúli Jón Unnarson.Fyrir aðalfund var haldin díalektísk stund með Viðari Þorsteinssyni, allir yfirgáfu þá stund fróðari um Antonio Negri og mergð ítalskra kommúnista í lífstíð Negris.Önnur […]

Aðalfundur DíaMats 11. febrúar

Kæru félagar, aðalfundur DíaMats verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105  sunnudaginn 11. febrúar 2024 klukkan 15:00.    Atkvæðisrétt og kjörgengi eiga allir sem skráðir eru í félagið. Hægt er að skrá sig á staðnum.Hver sem hefur skráð sig eftir 1. desember 2023, þarf að sýna fundarstjóra sannindamerki þess til að hafa full réttindi á fundinum.Boðið […]

Díalektísk stund: Viðar Þorsteinsson fjallar um Antonio Negri

Viðar Þorsteinsson og Antonio Negri

Antonio Negri: Ferðalag baráttunnar frá verksmiðjum Ítalíu til hnattvædds kapítalisma sunnudaginn 11. febrúar klukkan 13:45, MÍR-salnum, Hverfisgötu 105  Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri hjá Eflingu ræðir um lífshlaup og kenningar ítalska fræðimannsins Antonio Negri, sem lést í lok síðasta árs. Sagt verður frá ferðalagi Negris innan evrópska nýja vinstrisins og áhrifamiklum kenningum hans og Michaels Hardt um […]

Díalektísk stund á Akureyri: 100. ártíð Leníns

Díalektísk stund í Zontasalnum Aðalstræti 54 A, Akureyri, laugardaginn 20. janúar kl. 20. Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um Lenín, og áhrif hans á framvindu rússnesku byltingarinnar og á alþjóðavettvangi. Á eftir verða frjálsar umræður. Öll eru velkomin.

Díalektísk stund: 100. ártíð Leníns

Díalektísk stund MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 Rvk. Sunnudaginn 21. janúar kl. 20. 100. ártíð Leníns. Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um Lenín, og áhrif hans á framvindu rússnesku byltingarinnar og á alþjóðavettvangi. Á eftir verða frjálsar umræður. Öll eru velkomin.

Sólustöðuhugvekja 2023

Í nótt voru vetrarsólstöður. Stysti dagur ársins að baki og bjartari tímar framundan. Jólin eru líka framundan. Þessi eldgamla hundheiðna hátíð sem kristnir menn stálu og gerðu nánast að sinni einkaeign fyrir mörgum öldum síðan. Í hugum margra eru jólin trúarleg hátíð og það má sannarlega til sanns vegar færa. En Jesús Kr. Jósefsson hefur […]

Yfirlýsing trú- og lífsskoðunarfélaga

English below.. Í tvo mánuði hafa stríðsátök á landsvæðum Ísraels og Palestínu leitt til yfirgengilegs harmleiks þar sem þúsundir mannslífa týnast, fjölskyldur sundrast og börn verða munaðarlaus eða deyja. Samtök okkar lýsa hryggð sinni og undrun yfir þeim ósköpum sem nú ganga yfir almenning á þessu svæði. Við fordæmum hvers konar hryðjuverk og ofbeldi og […]

DíaMat styrkir Píeta samtökin

DíaMat styrkti Píeta samtökin um 250.000 kr. í dag. Píeta eru sjálfsvígsforvarnarsamtök sem reka gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu og aðstandendur. Við þökkum fólkinu sem stendur að baki Píeta kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Heildarstyrkur frá félaginu okkar í ár nemur 750.000 kr, en restin af styrknum, 500.000 kr, rann til félagsins Ísland-Palestínu. DíaMat telur […]

DíaMat styrkir Félagið Ísland-Palestína

Vegna þeirra hræðilegu frétta sem hafa borist undanfarið frá Palestínu, hefur DíaMat ákveðið að styrkja neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína um 500.000 krónur. Styrkurinn hefur þegar verið afhentur. Um leið hvetjum við aðra til hins sama. Neyðarsöfnunin styrkir einkum konur og börn á Gaza, auk fólks sem þarf gerfilimi. Þetta er annar styrkurinn sem DíaMat veitir á […]