Díalektísk stund á Akureyri: 100. ártíð Leníns

Díalektísk stund í Zontasalnum Aðalstræti 54 A, Akureyri, laugardaginn 20. janúar kl. 20. Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um Lenín, og áhrif hans á framvindu rússnesku byltingarinnar og á alþjóðavettvangi. Á eftir verða frjálsar umræður. Öll eru velkomin.

Díalektísk stund: 100. ártíð Leníns

Díalektísk stund MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 Rvk. Sunnudaginn 21. janúar kl. 20. 100. ártíð Leníns. Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um Lenín, og áhrif hans á framvindu rússnesku byltingarinnar og á alþjóðavettvangi. Á eftir verða frjálsar umræður. Öll eru velkomin.

Sólustöðuhugvekja 2023

Í nótt voru vetrarsólstöður. Stysti dagur ársins að baki og bjartari tímar framundan. Jólin eru líka framundan. Þessi eldgamla hundheiðna hátíð sem kristnir menn stálu og gerðu nánast að sinni einkaeign fyrir mörgum öldum síðan. Í hugum margra eru jólin trúarleg hátíð og það má sannarlega til sanns vegar færa. En Jesús Kr. Jósefsson hefur […]

Yfirlýsing trú- og lífsskoðunarfélaga

English below.. Í tvo mánuði hafa stríðsátök á landsvæðum Ísraels og Palestínu leitt til yfirgengilegs harmleiks þar sem þúsundir mannslífa týnast, fjölskyldur sundrast og börn verða munaðarlaus eða deyja. Samtök okkar lýsa hryggð sinni og undrun yfir þeim ósköpum sem nú ganga yfir almenning á þessu svæði. Við fordæmum hvers konar hryðjuverk og ofbeldi og […]

DíaMat styrkir Píeta samtökin

DíaMat styrkti Píeta samtökin um 250.000 kr. í dag. Píeta eru sjálfsvígsforvarnarsamtök sem reka gjaldfrjálsa þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu og aðstandendur. Við þökkum fólkinu sem stendur að baki Píeta kærlega fyrir óeigingjarnt starf. Heildarstyrkur frá félaginu okkar í ár nemur 750.000 kr, en restin af styrknum, 500.000 kr, rann til félagsins Ísland-Palestínu. DíaMat telur […]

DíaMat styrkir Félagið Ísland-Palestína

Vegna þeirra hræðilegu frétta sem hafa borist undanfarið frá Palestínu, hefur DíaMat ákveðið að styrkja neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína um 500.000 krónur. Styrkurinn hefur þegar verið afhentur. Um leið hvetjum við aðra til hins sama. Neyðarsöfnunin styrkir einkum konur og börn á Gaza, auk fólks sem þarf gerfilimi. Þetta er annar styrkurinn sem DíaMat veitir á […]

50 ár frá valdaráninu í Chile.

Erindi og umræður 10. september kl 16:00 í Húsi Máls og Menningar, laugavegi 18.DíaMat minnast þess að 50 eru frá því að fasískir herforingja rændu völdum í Chile, myrtu Allende forseta og þúsundir annarra.Einar Ólafsson, rithöfundur flytur erindi um valdaránið, aðdraganda þess og lærdóma.Þorvaldur Þovaldsson og Þorvaldur Örn Árnason flytja nokkur lög. Á eftir verða […]

Aflýst: Sumarferð DíaMat – Hringferð um Reykjanesið með leiðsögn.

DíaMat býður í dagsferð um Reykjanesskagann fyrir alla fjölskylduna. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða klukkan 13:00 laugardaginn 26. ágúst. Farið verður á langferðabíl á nokkra vel valda staði á Reykjanesskaganum, en m.a verður stoppað við brúna mili heimsálfa, Brimketil og á Selatöngum. Ferðin er jafnt ætluð börnin sem fullorðnum. Börn sem […]

Sumarsólstöður

Gleðilegar sumarsólstöður, kæru félagar. Í dag er lengstur sólargangur hér á norðurhveli jarðar en systkini okkar á suðurhvelinu geta glaðst yfir því að nú fer daginn að lengja hjá þeim. Eigið gott sumar, hvar sem þið búið.

Díalektísk stund um athafnaþjónustu DíaMats

Díalektísk stund 13. maí kl. 11:00-13:00 í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87. Komandi laugardag boðum við til samræðna um athafnaþjónustu á vegum DíaMat. Dagskrá er sem stendur: Boðið verður upp á veitingar, aðgengi fyrir fatlaða er nokkuð en ófullkomið og allir félagar eru velkomnir, börn og fullorðnir, sem eru á annað borð húsum hæfir.