Díalektísk messa og opinn stjórnarfundur 29. desember
DíaMat heldur díalektíska messu og opinn stjórnarfund föstudaginn 29. desember 2017 kl. 17-18 og 18-19 MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 (þar er aðgengi fyrir hjólastóla) 17-18 Díalektísk messa: Björgvin R. Leifsson ræðir um gervivísindi og gerir nokkrum hindurvitnum með vísindalegu yfirbragði skil, svo sem frösunum: „Þetta er bara kenning“ og „Það er tölfræðilega sannað“ eða staðhæfingum eins […]
Byltingardagatalið fyrir 2018
Á dögunum kom út Byltingardagatalið fyrir árið 2018, en DíaMat er eitt af fjórum félögum sem standa að útgáfu þess. Dagatalið hefur að geyma ógrynni upplýsinga um merkisdaga úr sögu stéttabaráttunnar, friðarbaráttunnar, jafnréttisbaráttunnar og baráttunnar gegn heimsvaldastefnunni, auk fæðingar- og dánardaga þekktra einstaklinga úr hinni miklu baráttu alþýðunnar. Forsíðumyndin er af Karli Marx, en hann […]
Gleðilegar vetrarsólstöður
Í dag er stysti dagur ársins, á morgun fer daginn aftur að lengja hér á norðurhveli.DíaMat hvetur félaga sína til að halda upp á þennan dag á einhvern hátt, en ýmsar samkomur eru haldnar í tilefni dagsins.
1. desember er á föstudaginn
Það hefur víst ekki farið framhjá neinum á nk. föstudag er 1. desember, dagurinn sem við höldum upp á fullveldi Íslands. Fullveldi er forsenda pólitísks lýðræðis, og pólitískt lýðræði er ein aðalforsendan fyrir sjálfsforræði alþýðunnar. Þennan dag eru félagar í DíaMat — og aðrir — hvattir til að taka þátt í að minnast fullveldisins og […]
Díalektísk messa á Akureyri á sunnudag
Sunnudaginn 19. nóvember heldur DíaMat díalektíska messu á Cafe Amour á Akureyri. Hefst kl. 13, stendur í u.þ.b. klukkutíma. Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um októberbyltinguna. Eins og allar samkomur DíaMats verður messan barnvæn.
Ræður frá byltingarafmælinu
Ræður Skúla Jóns Unnarsonar og Vésteins Valgarðssonar, frá byltingarafmælinu í Iðnó síðasta þriðjudag, eru komnar á netið: Ræða SkúlaRæða Vésteins Einnig er ræða Ólafs Þ. Jónssonar frá byltingarafmælinu á Cafe Amor á Akureyri komin á netið: Ræða Ólafs
7. nóvember er á morgun
Á morgun er 7. nóvember, dagur októberbyltingarinnar 1917. Hann er einn þeirra daga sem DíaMat heldur hátíðlega og eru félagar í DíaMat hvattir til að minnast byltingarinnar á einhvern hátt. Ein leið til þess er að koma á hátíðarfund í Iðnó annað kvöld: Hátíðarfundur í Iðnó þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20 Pólitísk menningardagskrá í boði […]
Aðskilnaður ríkis og kirkju, fundur nk. mánudagskvöld
Vinir okkar í Siðmennt halda þennan „Efast á kránni“-viðburð næsta mánudagskvöld: Er meirihluti á þingi fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að ganga í það þegar yfir 70% þjóðarinnar er fylgjandi? Á að heimila kristnar trúarathafnir í opinberum leik- og grunnskólum? Eiga opinberir skólar að taka þátt í trúaruppeldi […]
Styrkur til Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi
Vonandi hafa allir átt ánægjuleg nýliðin jafndægur á hausti. Stjórn DíaMats ákvað á dögunum að úthluta fyrsta styrk úr styrktarsjóði félagsins. Ákveðið var að styrkja Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi um 15.000 krónur. Markmið SOLARIS er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, […]
Þriðjudag 26/9: Díalektísk messa um geðheilsu feðra
Þriðjudag 26. september kl. 17 heldur DíaMat díalektíska messu í Friðarhúsi í Reykjavík, Njálsgötu 87. Ólafur GrétarGunnarsson Framsögumaður er Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, umræðuefnið er: Þar sem feður hafa mikil áhrif á geðheilsu barna, er ekki kominn tími að huga að geðheilsu feðra? Þessi messa verður barnvæn, eins og allir okkar fundir, þannig að […]