loader image

Dags

7. nóvember er á morgun

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Á morgun er 7. nóvember, dagur októberbyltingarinnar 1917. Hann er einn þeirra daga sem DíaMat heldur hátíðlega og eru félagar í DíaMat hvattir til að minnast byltingarinnar á einhvern hátt. Ein leið til þess er að koma á hátíðarfund í Iðnó annað kvöld:

Hátíðarfundur í Iðnó þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20

Pólitísk menningardagskrá í boði Alþýðufylkingarinnar, MFÍK, MÍR og Sósíalistaflokks Íslands
Aðgangur ókeypis, en frjálsum framlögum safnað á staðnum. 

Fyrir 100 árum var Rússland í djúpri alhliða kreppu í miðri heimsstyrjöld. Baráttan gegn stríðinu og þrengingum alþýðunnar náði hámarki þegar 2. Sovétþingið tók völdin 7. nóvember, og hóf að knýja fram friðarsamning og félagsvæðingu í samfélaginu.
Þetta er einhver merkasti og áhrifamesti atburður seinni tíma sögu, og veitti innblástur fyrir baráttu verkalýðsins um allan heim fyrir sósíalisma og bættum kjörum. Októberbyltingin hefur haft áhrif á framvindu sögunnar æ síðan. Þó að beinir ávinningar hennar hafi tapast um tíma að verulegu leyti, er hún mikil uppspretta lærdóma í verkalýðsbaráttunni og verður um ókomna tíð. 

Á þessum tímamótum hafa fern samtök, Alþýðufylkingin, MFÍK, MÍR og Sósíalistaflokkur Íslands tekið sig saman um að minnast byltingarinnar á hátíðarfundi í Iðnó, þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20 

Kynnir er Árni Hjartarson
Ávörp flytja:Skúli Jón UnnarsonSólveig Anna JónsdóttirVésteinn Valgarðsson
Sólveig Hauksdóttir les ljóð
Gunnar J Straumland kveður frumsamið efni
Tónlist:Svavar KnúturÞorvaldur Örn ÁrnasonÞorvaldur Þorvaldsson

Deila:

Facebook
Twitter