loader image

Dags

Styrkur til Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Vonandi hafa allir átt ánægjuleg nýliðin jafndægur á hausti.

Stjórn DíaMats ákvað á dögunum að úthluta fyrsta styrk úr styrktarsjóði félagsins. Ákveðið var að styrkja Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi um 15.000 krónur.

Markmið SOLARIS er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, mannréttindi og önnur grundvallarréttindi sem og réttlæti á við aðra þegna landsins. Tilgangur SOLARIS er að bregðast við þeirri neyð sem hælisleitendur og flóttafólk býr við víða á Íslandi, m.a. í formi bágra aðstæðna, að þrýsta á breytingar í málefnum hælisleitenda og flóttafólks í landinu og að berjast fyrir bættri stöðu þeirra, auknum réttindum og betra aðgengi, m.a. að nauðsynlegri þjónustu. Það hyggst SOLARIS gera í samstarfi við almenning, yfirvöld og önnur samtök sem vinna að sama markmiði.

Peningarnir koma frá sóknargjöldunum sem DíaMat fær úr ríkissjóði, vissa upphæð fyrir hvern skráðan félaga. Hver sem skráir sig getur því stuðlað að því að styrkir sem þessi verði stærri og/eða tíðari í framtíðinni.

Deila:

Facebook
Twitter