loader image

Dags

1. desember er á föstudaginn

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Það hefur víst ekki farið framhjá neinum á nk. föstudag er 1. desember, dagurinn sem við höldum upp á fullveldi Íslands. Fullveldi er forsenda pólitísks lýðræðis, og pólitískt lýðræði er ein aðalforsendan fyrir sjálfsforræði alþýðunnar. Þennan dag eru félagar í DíaMat — og aðrir — hvattir til að taka þátt í að minnast fullveldisins og halda því lifandi. Sumir munu flagga. Sumir munu taka þátt í viðburðum eins og hátíðarfundi Heimssýnar eða fullveldisfagnaðar-málsverði Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi.

En eins og allir vita eru sóknargjöld líka reiknuð út frá skráningu fólks 1. desember árið á undan. Þannig að skráning ykkar fyrir næstu helgi stjórnar sóknargjaldareikningi ársins 2018. DíaMat hefur m.a. notað sín sóknargjöld til að kaupa bækur um uppeldismál — einkum eftir Sæunni Kjartansdóttur — sem við gefum nýjum foreldrum, og til þess að styrkja félagasamtök með framsækna og valdeflandi starfsemi fyrir alþýðufólk — hingað til höfum við styrkt Solarsis flóttamannahjálp, Hugarafl og Drekaslóð.

Það er rosalega einfalt að skrá sig í DíaMat, gerið það í dag!

Deila:

Facebook
Twitter