loader image

Sumarsólstöður

Gleðilegar sumarsólstöður, kæru félagar. Í dag er lengstur sólargangur hér á norðurhveli jarðar en systkini okkar á suðurhvelinu geta glaðst yfir því að nú fer daginn að lengja hjá þeim. Eigið gott sumar, hvar sem þið búið.

Réttur barna á flótta

DíaMat boðar til opins fundar um rétt barna á flótta mánudaginn 26. september kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Esther Þorvaldsdóttir og Morgane Priet-Mahéo frá baráttuhópi fyrir rétti barna á flótta, koma á fundinn og fjalla um regluverkið kringum réttindi barna á flótta, hvernig reglunum er framfylgt í reynd og hvað er til ráða.Þær kynna […]

Betri bálfarir, betri jarðarfarir

Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu. Á sama tíma eiga […]

Jafndægur á hausti

Í dag, 22. september, eru jafndægur á hausti!Sólina og tunglið varðar ekkert um hallann á samskiptum mannfólks Vesturlanda og Suðurlanda. Í dag er annar tveggja daga á árinu, þegar sólskininu er jafnt skipt milli jarðarbúa, óháð því hvar á jörðinni þeir búa. Lítilla sanda,lítilla sæva,lítil eru geð guma.Því allir mennurðut jafnspakir,hálf er öld hvar. Hávamál, […]

5. júní: Samstaða, hvorki bænir né fórnir

Það hefur gengið mynd um internetið, af auglýsingu fyrir samstöðudag trúar- og lífsskoðunarfélaga gegn Covid-19. Á auglýsingunni er hvatt til þess að biðja bænir og færa fórnir. Nafn DíaMats kemur fram á auglýsingunni, ásamt fleiri trúar- og lífsskoðunarfélögum sem styðja þennan samstöðudag. DíaMat er auðvitað ekki að hvetja neinn til þess að færa fórnir eða […]

Nýtt merki, ný heimasíða

Eins og glöggir gestir hafa tekið eftir, er þessi heimasíða glæný, og félagið er auk þess komið með glænýtt merki. Hönnuðurinn Ingi Vifill Guðmundsson hannaði hvort tveggja. Það vildi svo til að á sumardaginn fyrsta, þegar félagið bauð í Húsdýragarðinn, voru einmitt líka liðin 6 ár frá stofnun DíaMats. Af því tilefni afhjúpaði Ingi Vífill […]

Vetrarsólstöður

 Gott fólk nær og fjær, gleðilegar vetrarsólstöður. Í dag er stysti dagur ársins og daginn tekur að lengja strax á morgun og allt fer að rétta úr kútnum. Hafið það gott, njótið jólanna — og hvernig væri að hringja í gamlan eða einmana ættingja? Vésteinn Valgarðsson

Jafndægur á hausti

DíaMat óskar jarðarbúum öllum gleðilegra jafndægra á hausti. Í dag dreifist sólarljósið jafnt um alla jörðina. Hugleiðið það aðeins. Hvað ef efnislegum gæðum, tækifærum og hamingju væri skipt jafnt?

Verkalýðurinn og COVID: díalektísk stund

Drífa Snædal, forseti ASÍ, kemur, segir frá og ræðir við fundargesti um áhrif COVID-19 á verkalýðshreyfinguna og baráttu hennar og störf.Þriðjudagskvöldið 2. júní 2020 klukkan 20:00Friðarhúsi, Njálsgötu 87Allir velkomnir sem virða smitgát og eru að öðru leyti húsum hæfir.

Fundur þriðjudagskvöld

Þriðjudagskvöldið 12. maí heldur DíaMat fund um starf næstu mánaða. Þetta er díalektísk stund en um leið opinn stjórnarfundur.Lóðarumsókn félagsins verður rædd og tekin ákvörðun um nlsta skref. Eindregið er mælt með því að fólk sem vill taka þátt í þeirri unræðu, verði búið að lesa úrskurð Umboðsmanns Alþingis frá 6. apríl áður en fundurinn hefst.