loader image

Dags

5. júní: Samstaða, hvorki bænir né fórnir

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Það hefur gengið mynd um internetið, af auglýsingu fyrir samstöðudag trúar- og lífsskoðunarfélaga gegn Covid-19. Á auglýsingunni er hvatt til þess að biðja bænir og færa fórnir. Nafn DíaMats kemur fram á auglýsingunni, ásamt fleiri trúar- og lífsskoðunarfélögum sem styðja þennan samstöðudag.

DíaMat er auðvitað ekki að hvetja neinn til þess að færa fórnir eða biðja bænir gegn Covid-19, enda er ekki hægt að blíðka náttúruöflin með þess háttar kúnstum. Það eru til ýmsar leiðir til að sýna samstöðu, en nærtækast er kannski að gæta áfram vel að sóttvörnum og þiggja boð um bólusetningu þegar það kemur.

Þessi hvatning um bænir og fórnir hékk uppi í kaþólsku kirkjunni og mun hafa verið gerð af fljótfærni; það er bara kaþólska kirkjan sjálf sem heldur að bænir og fórnir hafi áhrif gegn farsóttum og það voru gerð mistök í uppsetningu þessarar auglýsingar, sem nú mun hafa verið tekin niður.

Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður DíaMats

Deila:

Facebook
Twitter