loader image

Dags

Jafndægur á hausti

Skrifað af:

Stjorn

Í dag, 22. september, eru jafndægur á hausti!
Sólina og tunglið varðar ekkert um hallann á samskiptum mannfólks Vesturlanda og Suðurlanda. Í dag er annar tveggja daga á árinu, þegar sólskininu er jafnt skipt milli jarðarbúa, óháð því hvar á jörðinni þeir búa.

Lítilla sanda,
lítilla sæva,
lítil eru geð guma.
Því allir menn
urðut jafnspakir,
hálf er öld hvar.

Hávamál, ERINDI 53

Deila:

Facebook
Twitter