Nýjustu tölur úr Austurbæjarskóla
Samkvæmt nýútkomnum tölum Þjóðskrár Íslands um skráningar í trúar- og lífsskoðunarfélög voru 132 manneskjur skráðar í DíaMat þann 1. desember síðastliðinn. Það er fjöldinn sem sóknargjöld næsta árs miðast við (það, og fjárlagafrumvarpið sem kveður á um upphæðina). Þetta er fjölgun um 45 manns, eða 51,7%, frá 1. desember 2018. Það er vægast sagt kærkomið […]
Gleðilegan fullveldisdag
DíaMat óskar landsmönnum öllum til hamingju með fullveldi landsins, sem er ein aðalforsenda lýðræðisins. Við hvetjum ykkur til að gera ykkur glaðan dag í tilefni dagsins. Því ekki að flagga? Eða heimsækja aldraðan ættingja?
Styrkur til Miðstöðvar foreldra og barna

Í fyrradag færði DíaMat Miðstöð foreldra og barna styrk að upphæð 100.000 krónur. DíaMat styrkir félagsstarf sem er valdeflandi fyrir alþýðufólk, og það er fátt meira valdeflandi en að alast upp með heilsteypt tilfinningalíf. Fyrir utan að styrkja Miðstöð foreldra og barna, hefur DíaMat líka keypt bækurnar Árin sem enginn man og 1000 fyrstu dagana […]
Viðar Þorsteinsson í díalektískri stund 19. nóvember
Viðar Þorsteinsson flytur erindi um kenningar efnishyggjunnar um hugmyndafræði innan marxismans á díalektískri stund í Friðarhúsi þriðjukvöldið 19. nóvember kl. 20. Verið velkomin!
Gleðilegan sjöunda nóvember
Í dag eru 102 ár síðan alþýðan tók völdin í Rússlandi í sínar hendur.
Thelma Ásdísardóttir kynnir Drekaslóð
Thelma Ásdísardóttir kemur í díalektíska stund og kynnir samtökin Drekaslóð, sem hún er í forsvari fyrir og DíaMat hefur veitt nokkra styrki. Friðarhús, Njálsgötu 87, laugardaginn 9. nóvember kl. 13. Allir velkomnir!
Styrkur til Solaris
DíaMat veitti á dögunum 100.000 króna styrk til Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Fyrr í haust veitti DíaMat Hugarafli og Drekaslóð hvoru sinn 100.000 króna styrkinn.Peningarnir eru úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær frá íslenska ríkinu, fasta upphæð fyrir hvern skráðan félaga. Með því einu að skrá ykkur í DíaMat styðjið þið við þetta […]
Vésteinn Valgarðsson í viðtali í Harmageddon
Á mánudaginn var kom Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður DíaMats, í viðtal í útvarpsþættinum Harmageddon. Hlusta má á viðtalið hér.
Styrkur til Drekaslóðar
Í fyrradag færði DíaMat Drekaslóð styrk að upphæð 100.000 krónur.DíaMat styrkir starf nokkurra valinna félaga sem við teljum vera valdeflandi fyrir alþýðufólk. Í síðustu viku styrktum við Hugarafl um sömu upphæð og eigum í haust eftir að veita tvo svona styrki til.Peningarnir koma úr sóknargjöldum sem félagið fær úr ríkissjóði, ákveðna upphæð fyrir hvern skráðan félaga. […]
Styrkur til Hugarafls
Í gær færði DíaMat Hugarafli styrk að upphæð 100.000 krónur. Þessi styrkur er fyrsti af nokkrum sem verða veittir í haust. Aurarnir koma úr sóknargjöldunum sem íslenska ríkið greiðir DíaMat, ákveðna upphæð fyrir hvern einstakling sem er skráður í félagið hjá Þjóðskrá Íslands. Mikil fjölgun í félaginu á síðasta ári er ástæðan fyrir að við getum […]