loader image

Ljóðakvöld MFÍK 8. mars

Áttundi mars er í dag — alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti, einn af þeim dögum sem DíaMat heldur hátíðlega. Við hvetjum félaga okkar og aðra til að taka þátt í einhverju í tilefni dagsins. Fyrir fólk sem er í Reykjavík eða nágrenni gæti til dæmis verið nærtækt að fara á ljóðakvöld MFÍK á Loft […]

Verkaskipting stjórnar

Stjórn DíaMats hefur ákveðið að hafa verkaskiptingu stjórnar óbreytta frá því sem var.

Af aðalfundi DíaMats 2020

Á aðalfundi síðastliðinn laugardag var stjórn DíaMats endurkjörin óbreytt. Skoðunarmenn reikninga eru hinir sömu. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár, þar sem styrktarsjóði eru ætlaðar 500.000 krónur en byggingarsjóði 700.000 krónur. Afgangurinn af veltu reikningsársins mun standa undir öllum öðrum rekstrarkostnaði. Skýring er á því að byggingarsjóði sé ætlað svona miklu meira en styrktarsjóði — […]

Munið aðalfund á morgun!

DíaMat heldur aðalfund sinn á morgun, laugardaginn 15. febrúar, í MÍR-salnum á Hverfisgötu 105, klukkan 16:00! Það verða veitingar í boði, hlökkum til að sjá ykkur!

Díalektísk stund: Miðstöð foreldra og barna

Miðstöð foreldra og barna, sem DíaMat styrkti á síðasta ári, ætlar að bjóða okkur í heimsókn í síðdeginu á miðvikudag í næstu viku. Það er takmarkað sætaframboð, svo vinsamlegast látið okkur vita ef þið viljið koma með, t.d. með tölvupósti: vangaveltur @ yahoo . com eða í síma 862 9067.

Aðalfundur DíaMats verður 15. febrúar

Aðalfundur DíaMats verður haldinn sunnudaginn 15. febrúar klukkan 16:00 í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara,2. Skýrsla stjórnar um starf félagsins á starfsárinu,3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram og afgreiddir,4. Lagabreytingar,5. Kjör tveggja stjórnarmanna,6. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga, sem ekki eru í stjórn,7. Kjör eins nýs félaga í Öldungaráð,8. Önnur mál. […]

Gleðilegt nýtt ár

DíaMat óskar öllum árs og friðar.Nýliðið ár var það umsvifamesta hingað til hjá félaginu. Skráðir félagar eru fleiri en nokkru sinni. Vegna mikillar fjölgunar frá árinu á undan var veltan að sama skapi meiri, sem m.a. gerði okkur kleift að veita rausnarlegri styrki en áður, alls 400.000 krónur. Aðalfundur í febrúar mun hafa úr ennþá […]

Gleðilegar vetrarsólstöður!

DíaMat óskar öllum gleðilegra vetrarsólstaða og jóla! Ekki borða yfir ykkur og ekki gleyma ykkur í neysluhyggju! 🙂

17. desember: Jól og kapítalismi

Á díalektískri stund desembermánaðar verða jólin og kapítalisminn til umræðu. Friðarhúsi, Njálsgötu 87 frá kl. 20-22 þriðjudagskvöldið 17. desember. Allir velkomnir. Kaffi og harðfiskur!

Nýjustu tölur úr Austurbæjarskóla

Samkvæmt nýútkomnum tölum Þjóðskrár Íslands um skráningar í trúar- og lífsskoðunarfélög voru 132 manneskjur skráðar í DíaMat þann 1. desember síðastliðinn. Það er fjöldinn sem sóknargjöld næsta árs miðast við (það, og fjárlagafrumvarpið sem kveður á um upphæðina). Þetta er fjölgun um 45 manns, eða 51,7%, frá 1. desember 2018. Það er vægast sagt kærkomið […]