loader image

Dags

Af aðalfundi DíaMats 2020

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Á aðalfundi síðastliðinn laugardag var stjórn DíaMats endurkjörin óbreytt. Skoðunarmenn reikninga eru hinir sömu. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár, þar sem styrktarsjóði eru ætlaðar 500.000 krónur en byggingarsjóði 700.000 krónur. Afgangurinn af veltu reikningsársins mun standa undir öllum öðrum rekstrarkostnaði. Skýring er á því að byggingarsjóði sé ætlað svona miklu meira en styrktarsjóði — óvenju mikið hlutfallslega, samanborði við fyrri ár — er að fyrir um ári ákvað stjórn að veita styrktarsjóði lán úr byggingarsjóði til þess að veita styrk, sem annars hefði ekki verið hægt að borga. Þessi fjárhagsáætlun réttir hallann milli sjóðanna tveggja.
Eftir störf aðalfundar var rætt vítt og breitt um félagið sjálft, starf þes og stefnu. Má segja að meðal fundarmanna hafi ríkt sátt um hvernig starfið hefur verið, en um leið bjartsýni og margar hugmyndir um starfið í framtíðinni. Félagið getur gert margt annað en að halda díalektískar stundir og aðra fundi, eða að gefa framsæknum samtökum peninga. Ef þið hafið góða hugmynd fyrir félagið og viljið fylgja henni eftir í starfi, þá hvetjum við ykkur til að gefa ykkur fram við stjórnina.

F.h. stjórnar DíaMats,
Vésteinn Valgarðsson,
forstöðumaður

Deila:

Facebook
Twitter