Betri bálfarir, betri jarðarfarir

Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu. Á sama tíma eiga […]

Fardagar sóknargjalda

Íslenska ríkið borgar trúfélögum og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld eftir fjölda fólks sem er skráð í viðkomandi félag fyrsta desember árið á undan. Nú er fyrsti desember á morgun. Vitið þið hvar þið eruð skráð? Eruð þið alveg viss? Ég spyr, því það skiptir máli – ríkið mun úthluta meira en tíuþúsundkalli á mann á næsta ári […]

5. júní: Samstaða, hvorki bænir né fórnir

Það hefur gengið mynd um internetið, af auglýsingu fyrir samstöðudag trúar- og lífsskoðunarfélaga gegn Covid-19. Á auglýsingunni er hvatt til þess að biðja bænir og færa fórnir. Nafn DíaMats kemur fram á auglýsingunni, ásamt fleiri trúar- og lífsskoðunarfélögum sem styðja þennan samstöðudag. DíaMat er auðvitað ekki að hvetja neinn til þess að færa fórnir eða […]

Nýtt merki, ný heimasíða

Eins og glöggir gestir hafa tekið eftir, er þessi heimasíða glæný, og félagið er auk þess komið með glænýtt merki. Hönnuðurinn Ingi Vifill Guðmundsson hannaði hvort tveggja. Það vildi svo til að á sumardaginn fyrsta, þegar félagið bauð í Húsdýragarðinn, voru einmitt líka liðin 6 ár frá stofnun DíaMats. Af því tilefni afhjúpaði Ingi Vífill […]

Parísarkommúnan 150 ára fimmtudag

Parísarkommúnan 1871 var fyrsta alvöru bylting öreigastéttarinnar. Á 150 ára afmæli hennar heldur varaformaður DíaMats, Þorvaldur Þorvaldsson, framsögu um kommúnuna og lærdómana af henni. Friðarhúsið, Njálsgötu 87, fimmtudaginn 18. mars klukkan 17:00. Allir velkomnir sem eru húsum hæfir. Húsnæðið er aðgengilegt fyrir flesta.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, sem er í dag, 8. mars, sendir DíaMat kveðjur til allra sem styðja málstað friðar og jafnréttis, og minnir á að margt er enn óunnið. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK halda engan baráttufund í dag, eins og annars er venjan, en í staðinn ætti hver og […]

AF AÐALFUNDI

Helstu fréttir af aðalfundi DíaMats þriðjudagskvöldið 16. febrúar sl. eru að inn í stjórn komu þær Claudia Overesch og Ingibjörg Ingvarsdóttir og eru þær boðnar velkomnar, um leið og Tinnu Þorvalds Önnudóttur og Skúla Jóni Unnarsyni eru þökkuð störf í stjórn félagsins undanfarin ár. Ingibjörg var auk þess samþykkt í öldungaráð félagsins. Skoðunarmenn reikninga verða […]

Aðalfundur DíaMats 16. febrúar

DíaMat heldur aðalfund þriðjukvöldið 16. febrúar kl. 20:00 í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Húsið er aðgengilegt, fundurinn fer fram á íslensku, veitingar verða í boði og líka handspritt og grímur. Allir félagar velkomnir … en í ljósi Covid19 skiljum við samt vel ef fólk kýs að koma ekki.

Vetrarsólstöður

 Gott fólk nær og fjær, gleðilegar vetrarsólstöður. Í dag er stysti dagur ársins og daginn tekur að lengja strax á morgun og allt fer að rétta úr kútnum. Hafið það gott, njótið jólanna — og hvernig væri að hringja í gamlan eða einmana ættingja? Vésteinn Valgarðsson