loader image

Dags

DíaMat veitir umboð til hjónavígslu

Skrifað af:

Stjorn

Um helgina veitti lífsskoðunarfélagið DíaMat sjö manns umboð til að gefa saman hjón í nafni félagsins. Það eru þau Alina Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Ingvarsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson, María Hjálmstýsdóttir, Siggeir F. Ævarsson, Þorvaldur Þorvaldsson og Þorvarður Bergmann Kjartansson.

DíaMat er skráð lífsskoðunarfélag um díalektíska efnishyggju (heimspeki marxismans) sem stofnað var árið 2015 og fékk skráningu hjá innanríkisráðuneytinu árið 2016. Í DíaMat eru nú á þriðja hundrað skráðra félaga, en skráning fer fram hjá Þjóðskrá Íslands. Forstöðumaður er Vésteinn Valgarðsson.

Mynd: Efri röð frá hægri: Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður DíaMats, Siggeir F. Ævarsson, Karl Héðinn Kristjánsson, María Hjálmtýsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Ingibjörg Ingvarsdóttir. Neðri röð: Alina Vilhjálmsdóttir, Þorvarður Bergmann Kjartansson og í fangi hans: Laufey Hilma Þorvarðardóttir.

Deila:

Facebook
Twitter