loader image

DíaMat býður upp á styrk fyrir ráðstefnu á vegum Geðhjálpar

Við í DíaMat vekjum athygli á ráðstefnu Geðhjálpar um nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum, sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 27. apríl og föstudaginn 28. apríl. Yfirskriftin er „Er þörf fyrir samfélagsbreytingar?“ og ráðstefnan er ætluð bæði leikmönnum og fagfólki. DíaMat hefur ákveðið að styrkja skráða félaga sína fyrir ráðstefnugjaldinu, allt að 10.000 krónur. […]

Karl Héðinn Kristjánsson og Siggeir F. Ævarsson kosnir í stjórn

Á síðastliðnum aðalfundi voru tveir nýjir félagar kosnir í stjórn, Karl Héðinn Kristjánsson og Siggeir F. Ævarsson.Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum, Elínu Helgadóttur og Claudia Overesch, kærlega fyrir samstarfið og um leið hlökkum til starfsins framundan. Stjórn DíaMats 2023 er sem stendur Forstöðumaður: Vésteinn ValgarðssonVaraformaður: Þorvaldur ÞorvaldssonRitari: Ingibjörg IngvarsdóttirGjaldkeri: Siggeir F. Ævarsson Meðstjórnandi: Karl Héðinn Kristjánsson

Byltingardagatalið: leiðrétting

Villur hafa verið uppgötvaðar í byltingardagatalinu á síðunum fyrir mars, apríl og maí. Leiðrétt blöð eru í boði hér fyrir neðan til útprenntunar. Einnig geturðu sett þig í samband við okkur á vangaveltur@yahoo.com, og fengið leiðrétt blöð send í pósti. Nefndu hversu mörg eintök og heimilisfang. Við biðjumst innilega afsökunar á þessum mistökum. Leibeiningar við […]

Gleðilegar vetrarsólstöður

Við í Félag um díalektíska efnishyggju óskum öllum gleðilegrar hátíðar á þessum stysta degi ársins. Njótið jólanna og komandi hækkandi sólar. Mynd: Karnak musterið í Egyptalandi

Byltingardagatalið 2022 er komið út

Byltingardagatalið 2022 er veglegur prentgripur sem sómar sér vel á heimilum með sósíalískar taugar. Dagatalið inniheldur sögufrægar dagsetningar og fæðingar- og dánardaga merkisfólks úr sögu stéttabaráttunnar, sósíalismans og baráttunnar fyrir réttlátu þjóðfélagi Dagatalið er uppselt hjá DíaMat.

Fardagar sóknargjalda

Íslenska ríkið borgar trúfélögum og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld eftir fjölda fólks sem er skráð í viðkomandi félag fyrsta desember árið á undan. Nú er fyrsti desember á morgun. Vitið þið hvar þið eruð skráð? Eruð þið alveg viss? Ég spyr, því það skiptir máli – ríkið mun úthluta meira en tíuþúsundkalli á mann á næsta ári […]

Díalektísk stund og opinn stjórnarfundur DíaMats

DíaMat heldur opinn stjórnarfund sem jafnframt er díalektísk stund októbermánaðar.Þriðjudag 12. október klukkan 17, Friðarhúsi Njálsgötu 87. Dagskrá:1. Staða lóðarumsóknar og kæru2. Styrkir haustsins3. Annað framundan4. Önnur mál Allir félagar velkomnir — líka nýir félagar!

Yfirlýsing og áskorun No Borders Iceland til dómsmálaráðherra, nýskipaðs formanns kærunefndar og umboðsmanns Alþingis.

DíaMat – félag um díalektíska efnishyggju styður yfirlýsingu og áskorun No Borders  vegna nýlegrar skipunar Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar Útlendingamála.Við hvetjum félagsfólk sem og alla aðra til að setja nafn sitt undir yfirlýsinguna sem hægt er að finna hér á facebook síðu No Borders Iceland. „Ef einhver hefur einlægan áhuga á að sjá […]

Gleðilegar sumarsólstöður

Lífsskoðunarfélag um díalektíska efnishyggju býður gleðilegar sumarsólstöður. Við óskum ykkur uppbyggjandi og ljómandi dags. Ljósmynd af Angkor Wat í Kambodíu

Nýtt merki, ný heimasíða

Eins og glöggir gestir hafa tekið eftir, er þessi heimasíða glæný, og félagið er auk þess komið með glænýtt merki. Hönnuðurinn Ingi Vifill Guðmundsson hannaði hvort tveggja. Það vildi svo til að á sumardaginn fyrsta, þegar félagið bauð í Húsdýragarðinn, voru einmitt líka liðin 6 ár frá stofnun DíaMats. Af því tilefni afhjúpaði Ingi Vífill […]