DíaMat veitir umboð til hjónavígslu

Um helgina veitti lífsskoðunarfélagið DíaMat sjö manns umboð til að gefa saman hjón í nafni félagsins. Það eru þau Alina Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg Ingvarsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson, María Hjálmstýsdóttir, Siggeir F. Ævarsson, Þorvaldur Þorvaldsson og Þorvarður Bergmann Kjartansson. DíaMat er skráð lífsskoðunarfélag um díalektíska efnishyggju (heimspeki marxismans) sem stofnað var árið 2015 og fékk skráningu hjá […]

Stjórn DíaMats 2024

Á síðastliðnum aðalfundi var stjórn DíaMats endurkjörin óbreytt. Verkaskipting stjórnar í ár er sem stendur Forstöðumaður: Vésteinn ValgarðssonVaraformaður: Ingibjörg Ingvarsdóttir Ritari: Þorvaldur ÞorvaldssonGjaldkeri: Siggeir F. ÆvarssonMeðstjórnandi: Karl Héðinn Kristjánsson

Hæstiréttur hafnar áfrýjunarbeiðni okkar

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni okkar, DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju, um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Reykjavíkurborg. Þessi úrskurður er að sjálfsögðu vonbrigði fyrir okkur og félagið mun fara yfir stöðuna áður en það bregst frekar við.

Af aðalfundi í ár

Helstu fréttir af aðalfundi DíaMats sunnudaginn 11. febrúar sl. eru að stjórnin helst óbreytt. María Hjálmtýsdóttir var samþykkt í öldungaráð félagsins. Skoðunarmenn reikninga verða áfram Árni Daníel Júlíusson og Skúli Jón Unnarson.Fyrir aðalfund var haldin díalektísk stund með Viðari Þorsteinssyni, allir yfirgáfu þá stund fróðari um Antonio Negri og mergð ítalskra kommúnista í lífstíð Negris.Önnur […]

Yfirlýsing trú- og lífsskoðunarfélaga

English below.. Í tvo mánuði hafa stríðsátök á landsvæðum Ísraels og Palestínu leitt til yfirgengilegs harmleiks þar sem þúsundir mannslífa týnast, fjölskyldur sundrast og börn verða munaðarlaus eða deyja. Samtök okkar lýsa hryggð sinni og undrun yfir þeim ósköpum sem nú ganga yfir almenning á þessu svæði. Við fordæmum hvers konar hryðjuverk og ofbeldi og […]

DíaMat styrkir Félagið Ísland-Palestína

Vegna þeirra hræðilegu frétta sem hafa borist undanfarið frá Palestínu, hefur DíaMat ákveðið að styrkja neyðarsöfnun Félagsins Ísland-Palestína um 500.000 krónur. Styrkurinn hefur þegar verið afhentur. Um leið hvetjum við aðra til hins sama. Neyðarsöfnunin styrkir einkum konur og börn á Gaza, auk fólks sem þarf gerfilimi. Þetta er annar styrkurinn sem DíaMat veitir á […]

DíaMat býður upp á styrk fyrir ráðstefnu á vegum Geðhjálpar

Við í DíaMat vekjum athygli á ráðstefnu Geðhjálpar um nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum, sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 27. apríl og föstudaginn 28. apríl. Yfirskriftin er „Er þörf fyrir samfélagsbreytingar?“ og ráðstefnan er ætluð bæði leikmönnum og fagfólki. DíaMat hefur ákveðið að styrkja skráða félaga sína fyrir ráðstefnugjaldinu, allt að 10.000 krónur. […]

Karl Héðinn Kristjánsson og Siggeir F. Ævarsson kosnir í stjórn

Á síðastliðnum aðalfundi voru tveir nýjir félagar kosnir í stjórn, Karl Héðinn Kristjánsson og Siggeir F. Ævarsson.Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum, Elínu Helgadóttur og Claudia Overesch, kærlega fyrir samstarfið og um leið hlökkum til starfsins framundan. Stjórn DíaMats 2023 er sem stendur Forstöðumaður: Vésteinn ValgarðssonVaraformaður: Þorvaldur ÞorvaldssonRitari: Ingibjörg IngvarsdóttirGjaldkeri: Siggeir F. Ævarsson Meðstjórnandi: Karl Héðinn Kristjánsson

Byltingardagatalið: leiðrétting

Villur hafa verið uppgötvaðar í byltingardagatalinu á síðunum fyrir mars, apríl og maí. Leiðrétt blöð eru í boði hér fyrir neðan til útprenntunar. Einnig geturðu sett þig í samband við okkur á vangaveltur@yahoo.com, og fengið leiðrétt blöð send í pósti. Nefndu hversu mörg eintök og heimilisfang. Við biðjumst innilega afsökunar á þessum mistökum. Leibeiningar við […]

Gleðilegar vetrarsólstöður

Við í Félag um díalektíska efnishyggju óskum öllum gleðilegrar hátíðar á þessum stysta degi ársins. Njótið jólanna og komandi hækkandi sólar. Mynd: Karnak musterið í Egyptalandi