Styrkur til Hugarafls
Í gær færði DíaMat Hugarafli styrk að upphæð 100.000 krónur. Þessi styrkur er fyrsti af nokkrum sem verða veittir í haust. Aurarnir koma úr sóknargjöldunum sem íslenska ríkið greiðir DíaMat, ákveðna upphæð fyrir hvern einstakling sem er skráður í félagið hjá Þjóðskrá Íslands. Mikil fjölgun í félaginu á síðasta ári er ástæðan fyrir að við getum […]
Stefna styrktarsjóðs
Stjórn DíaMats hefur samþykkt stefnu fyrir styrktarsjóð DíaMats.
DíaMat styrkir Solaris
DíaMat var rétt í þessu að styrkja Solaris flóttamannahjálp um 30.000 krónur. Við vonum að það komi sér vel.Þetta er þriðji styrkurinn sem DíaMat veitir á þessu ári. Áður höfum við styrkt Hugarafl og Drekaslóð. Við höfum valið að styrkja félagsstarf sem hefur það markmið að valdefla alþýðufólk. Styrkféð kemur úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær […]
DíaMat styrkir Hugarafl
DíaMat styrkti Hugarafl í gær um 30.000 krónur. Styrktarsjóður DíaMats styrkir félagasamtök sem valdefla alþýðufólk, en styrktarféð er hluti af sóknargjöldunum sem félagið fær frá ríkissjóði fyrir alla sem eru skráðir í það hjá Þjóðskrá Íslands.
DíaMat styrkir Drekaslóð
DíaMat veitti á miðvikudaginn sinn þriðja peningastyrk. Hann var að sömu upphæð og hinir tveir fyrri, 15.000 krónur. Við ákváðum að láta Drekaslóð njóta þeirra peninga. Drekaslóð er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis, og aðstandendur þeirra. Stefna DíaMats í styrkúthlutunum er að styrkja starf félaga sem eru félagslega framsækin og valdeflandi fyrir alþýðufólk. […]
DíaMat styrkir Hugarafl
DíaMat var að styrkja Hugarafl um 15.000 krónur. Hugarafl eru samtök fólks með reynslu af geðrænum erfiðleikum, sem boða valdeflingu notenda og batastefnuna í geðheilbrigðismálum. Skoðið heimasíðuna þeirra til að kynna ykkur starfið betur, eða heimsækið þau í Borgartún 22. DíaMat ákvað nýlega að hefja styrkveitingar til félaga sem hafa félagslega framsækið eða valdeflandi hlutverk. Hugarafl er […]