Framundan hjá DíaMat

Helstu niðurstöður opins stjórnarfundar DíaMats 26. júní sl.: Laugardaginn 25. ágúst ætlum við í sumarferð til Skóga undir Eyjafjöllum. Verður auglýst betur fljótlega. Laugardaginn 18. ágúst ætlum við að taka þátt í menningarnótt með díalektískri útimessu á Arnarhóli eins og í fyrra. Föstu- og laugardag 7. og 8. september ætlum við að taka þátt í […]

Sumarsólstöður

Gleðilegar sumarsólstöður. Í dag er lengstur sólargangur hér á norðurhveli jarðar en systkini okkar á suðurhvelinu geta glaðst yfir því að nú fer daginn að lengja hjá þeim. Eigið gott sumar, hvar sem þið búið.

Reynsla af geðheilbrigðiskerfi á Íslandi og í Danmörku

Gunnar Örn Heimisson segir frá reynslu sinni af geðheilbrigðiskerfinu á Íslandi og í Danmörku í díalektískri messu í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 29. maí kl. 20:00.Umræður og messukaffi.Allir velkomnir.

14. maí er vinnuhjúaskildagi

Á dögum vistarbandsins var 14. maí vinnuhjúaskildagi. Þá máttu vinnuhjú fara vistaskiptum, velja sér nýja húsbændur.Nú er öldin önnur. Við berum sjálf ábyrgð á okkur, alla daga ársins. Við getum hvenær sem er valið hverjum við viljum fylgja, gömlum húsbónda eða nýjum eða kannski öðrum vinnuhjúum á vit nýrra og betri tíma, eftir leiðum samstöðu […]

Díalektísk barnamessa í Húsdýragarðinum!

Sumardaginn fyrsta býður DíaMat í Húsdýragarðinn!Fimmtudaginn 19. apríl milli kl. 10:00 og 10:20 borgar DíaMat aðgangseyrinn fyrir alla sem vilja vera með í díalektísku barnamessunni: Fyrst skoðum við dýrin til hádegis, síðan býður DíaMat upp á veitingar á kaffistofunni um kl. 12 og á meðan við snæðum, tölum við um dýrin, náttúruna og fólkið á […]

Miðvikudag: Díalektískar athafnir til umræðu í messu

Miðvikudaginn 28. mars klukkan 17:00 verður díalektísk messa í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður félagsins, opnar umræður um innra starf félagsins, einkum það sem snýr að athöfnum á vegum þess: Skilyrði þeirra, inntak, form og annað. Allir velkomnir, börn og fullorðnir.

Gleðileg jafndægur á vori

DíaMat óskar öllu mannkyni gleðilegra jafndægra á vori. Dagurinn í dag er ekki bara varða á leiðinni til sumars og sólar, heldur er hann líka táknrænn fyrir jöfnuð, því sólin skín jafnlengi á alla jarðarbúa, réttláta og rangláta. Vonandi hafa líka allir átt uppbyggilegan 147 ára afmælisdag Parísarkommúnunnar á sunnudag.

Af aðalfundi DíaMats 2018

DíaMat hélt aðalfund í gær, 28. febrúar, í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fundarstjóri var forstöðumaður félagsins, Vésteinn Valgarðsson. Fundarritari var varaformaður félagsins, Þorvaldur Þorvaldsson. Forstöðumaður flutti skýrslu stjórnar og rakti starf félagsins á liðnu starfsári. Forstöðumaður kynnti ársreikninga félagsins fyrir reikningsárið 2017. Voru þeir samþykktir og verða sendir ríkisendurskoðun eins og þeir eru. Samþykkt var samhljóða […]

Munið aðalfund á morgun

Aðalfundur DíaMats verður haldinn annað kvöld. Sjáumst! DíaMat heldur árlegan aðalfund sinn miðvikudagskvöldið 28. febrúar næstkomandi. Hann verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Fyrst, kl. 19:30, er díalektísk messa, þar sem Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, kynnir bókina Að vita hvað konur vilja: Vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna. Umræður.Kl. 20:30 er aðalfundur settur. Dagskrá […]