Á dögum vistarbandsins var 14. maí vinnuhjúaskildagi. Þá máttu vinnuhjú fara vistaskiptum, velja sér nýja húsbændur.
Nú er öldin önnur. Við berum sjálf ábyrgð á okkur, alla daga ársins. Við getum hvenær sem er valið hverjum við viljum fylgja, gömlum húsbónda eða nýjum eða kannski öðrum vinnuhjúum á vit nýrra og betri tíma, eftir leiðum samstöðu og baráttu.
Við megum það hvenær sem er. En dagurinn í dag er prýðilega góður til að taka af skarið og velja hverjum maður vill fylgja inn í framtíðina.
Nýjustu
færslur
26/02/2024
21/02/2024
16/02/2024