Umsögn DíaMat um þungunarrof

Til: Alþingis Íslendinga Frá DíaMat — félagi um díalektíska efnishyggju Reykjavík, 23. janúar 2019 Umsögn um 393. mál, lagafrumvarp á 149. löggjafarþingi 2018–2019 (frumvarp um breytingu á lögum um þungunarrof/fóstureyðingar) DíaMat — félag um díalektíska efnishyggju fagnar umræðu og áformum um rýmkaðan rétt kvenna til að enda þungun. Félagið er hlynnt því að konur þurfi […]

Rósa Luxemburg: díalektísk stund 27/1

Díalektísk stund janúarmánaðar er helguð þýsku baráttukonunni Rósu Luxemburg, en um þessar mundir eru 100 ár síðan hún var myrt. Vésteinn Valgarðsson formaður DíaMats hefur framsögu. Umræður. Messukaffi. Allir velkomnir.Staður: Friðarhús, Njálsgötu 87Stund: Sunnudagur 27. janúar kl. 13-14.

Aðalfundur DíaMats

Aðalfundur DíaMats verður haldinn laugardaginn 16. febrúar nk. kl. 16. Nánar auglýst síðar.

Af fundi öldungaráðs í gær

Í gær fundaði öldungaráð DíaMats. Samkvæmt lögum félagsins kaus það þrjá stjórnarmenn úr sínum eigin röðum. Sjálfkjörnir voru: Skúli Jón Unnarson, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson, með umboði frá næsta aðalfundi. Aðalfundur mun kjósa síðustu tvo. Ljóst er að a.m.k. einn nýjan stjórnarmann þarf þá, svo félagar eru hvattir til að íhuga framboð eða tilnefningar.Rætt […]

Það sem karlar vilja vita + öldungaráð

Á morgun laugardag 29. desember verða díalektísk stund OG öldungaráðsfundur á eftir.Kl. 10 fáum við kynningu á hinni nýútkomnu bók ‘Það sem karlar vilja vita – vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna’, en DíaMat styrkti útgáfu hennar.Kl. 11 til 13 verður árlegur fundur öldungaráðs DíaMats, samkvæmt lögum félagsins.Báðir fundir eru opnir öllum félögum og almenningi, […]

Öldungaráð DíaMats

Laugardaginn 29. desember fundar öldungaráð DíaMats klukkan 11 í Friðarhúsi. Fundarboð hefur verið sent út. Fyrir fundinn verður díalektísk stund. Takið daginn frá. Dagskrá verður auglýst nánar er nær dregur.

Vetrarsólstöður

Í dag er stysti dagur ársins, á morgun fer daginn að lengja. Gleðilegar vetrarsólstöður og gleðileg jól.

Fullveldið 100 ára

DíaMat — félag um díalektíska efnishyggju óskar landsmönnum innilega til hamingju með 100 ára fullveldi landsins.

Skráningarherferð DíaMats

Gott fólk,þessa dagana stendur yfir skráningarherferð DíaMats. Skráið ykkur endilega í félagið sem fyrst, ef þið eruð ekki búin að því, það er einfalt fyrir ykkur og kostar ykkur ekkert: Þið farið á Skra.is og loggið ykkur inn með Íslykli. Farið svo inn á ykkar síðu hjá Þjóðskrá Íslands. Finnið þar ‘Breyta trú- eða lífsskoðunarfélagsskráningu’. […]

DíaMat styrkir Solaris

DíaMat var rétt í þessu að styrkja Solaris flóttamannahjálp um 30.000 krónur. Við vonum að það komi sér vel.Þetta er þriðji styrkurinn sem DíaMat veitir á þessu ári. Áður höfum við styrkt Hugarafl og Drekaslóð. Við höfum valið að styrkja félagsstarf sem hefur það markmið að valdefla alþýðufólk. Styrkféð kemur úr sóknargjöldunum sem DíaMat fær […]