loader image

Dags

Umsögn DíaMat um þungunarrof

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Til: Alþingis Íslendinga
Frá DíaMat — félagi um díalektíska efnishyggju
Reykjavík, 23. janúar 2019
Umsögn um 393. mál, lagafrumvarp á 149. löggjafarþingi 2018–2019 (frumvarp um breytingu á lögum um þungunarrof/fóstureyðingar)
DíaMat — félag um díalektíska efnishyggju fagnar umræðu og áformum um rýmkaðan rétt kvenna til að enda þungun. Félagið er hlynnt því að konur þurfi ekki samþykki félagsráðgjafa eða læknis til að mega rjúfa þungun og það er líka hlynnt því að ólögráða stúlkur geti látið rjúfa þungun án þess að þurfa að segja foreldrum sínum frá því. Félagið ætlar ekki að öðru leyti að veita efnislega umsögn um frumvarp það sem liggur fyrir Alþingi.
Í svo mikilvægu og um leið svo viðkvæmu máli sem þessu skiptir miklu að vandað sé til verka og að hlustað sé á þær raddir sem líklegastar eru til að ráða heilt. Þar er nærtækt að benda á t.d. vísindamenn og á baráttufólk fyrir mannréttindum. Hins vegar er erfitt að sjá hvaða erindi félög eiga í þessa umræðu, sem byggja skoðanir sínar á hjátrú og hindurvitnum.
Trúarbrögð ættu ekki að hafa áhrif á hvernig landinu er stjórnað, og alls ekki á hvernig mannréttindum er háttað. Þau svara því ekki á hvaða viku sé hæfilegt að þungunarrof megi fara fram. DíaMat skorar því á þingmenn að láta ekki umsagnir sértrúarsafnaða, hvorki stórra né lítilla, hafa áhrif á störf sín, hvorki í þessu máli né öðrum.
Fyrir hönd stjórnar DíaMats — félags um díalektíska efnishyggju,
Vésteinn Valgarðsson,

forstöðumaður

Deila:

Facebook
Twitter