loader image

Dags

Aðalfundur DíaMats verður 16. febrúar

Skrifað af:

Vésteinn Valgarðsson

Aðalfundur DíaMats verður haldinn í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, laugardaginn 16. febrúar næstkomandi, klukkan 16:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Áhugasamir eru hvattir til að íhuga framboð til stjórnar, en á fundinum verður kosið um tvö stjórnarsæti.

Vegna nýrra persónuverndarlaga segist Þjóðskrá Íslands ekki munu láta trúar- og lífsskoðunarfélögum í té lista yfir þá sem eru skráðir í þau. Fyrir fundinum liggja því lagabreytingartillögur sem laga skilyrði löglegs aðalfundar að þessum breyttu aðstæðum.

Aðgengi er gott fyrir fólk í hjólastól. Börn eru velkomin og það verður séð fyrir næringu og dundi fyrir þau.

Deila:

Facebook
Twitter