Í dag komu út frá Þjóðskrá Íslands nýjar tölur um skráningu í trúar- og lífsskoðunarfélög.
Samkvæmt þeim hefur fjölgað í DíaMat og eru nú skráðir 114 félagar. Það gerir jafnframt að við höfum færst upp um tvö sæti á listanum eftir stærð félaga og erum komin í 25. sæti af 49, eða nákvæmlega í miðjuna.
Eruð þið búin að skrá ykkur í DíaMat?
Það er hægt að gera það rafrænt í gegn um Island.is og er ótrúlega einfalt og fljótlegt.
(Athugið að ef þið skráið ykkur rafrænt þurfið þið að láta félagið ((þ.e.a.s. formanninn = mig)) vita, ef þið viljið fá aðalfundarboð í pósti til að geta notið réttinda ykkar sem félagar.)
Nýjustu
færslur
26/02/2024
21/02/2024
16/02/2024