DíaMat styrkir Drekaslóð
DíaMat veitti á miðvikudaginn sinn þriðja peningastyrk. Hann var að sömu upphæð og hinir tveir fyrri, 15.000 krónur. Við ákváðum að láta Drekaslóð njóta þeirra peninga. Drekaslóð er fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur allskyns ofbeldis, og aðstandendur þeirra. Stefna DíaMats í styrkúthlutunum er að styrkja starf félaga sem eru félagslega framsækin og valdeflandi fyrir alþýðufólk. […]
Díalektísk messa á Akureyri á sunnudag
Sunnudaginn 19. nóvember heldur DíaMat díalektíska messu á Cafe Amour á Akureyri. Hefst kl. 13, stendur í u.þ.b. klukkutíma. Þorvaldur Þorvaldsson hefur framsögu um októberbyltinguna. Eins og allar samkomur DíaMats verður messan barnvæn.
Ræður frá byltingarafmælinu
Ræður Skúla Jóns Unnarsonar og Vésteins Valgarðssonar, frá byltingarafmælinu í Iðnó síðasta þriðjudag, eru komnar á netið: Ræða SkúlaRæða Vésteins Einnig er ræða Ólafs Þ. Jónssonar frá byltingarafmælinu á Cafe Amor á Akureyri komin á netið: Ræða Ólafs
7. nóvember er á morgun
Á morgun er 7. nóvember, dagur októberbyltingarinnar 1917. Hann er einn þeirra daga sem DíaMat heldur hátíðlega og eru félagar í DíaMat hvattir til að minnast byltingarinnar á einhvern hátt. Ein leið til þess er að koma á hátíðarfund í Iðnó annað kvöld: Hátíðarfundur í Iðnó þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20 Pólitísk menningardagskrá í boði […]
DíaMat styrkir Hugarafl
DíaMat var að styrkja Hugarafl um 15.000 krónur. Hugarafl eru samtök fólks með reynslu af geðrænum erfiðleikum, sem boða valdeflingu notenda og batastefnuna í geðheilbrigðismálum. Skoðið heimasíðuna þeirra til að kynna ykkur starfið betur, eða heimsækið þau í Borgartún 22. DíaMat ákvað nýlega að hefja styrkveitingar til félaga sem hafa félagslega framsækið eða valdeflandi hlutverk. Hugarafl er […]
Aðskilnaður ríkis og kirkju, fundur nk. mánudagskvöld
Vinir okkar í Siðmennt halda þennan „Efast á kránni“-viðburð næsta mánudagskvöld: Er meirihluti á þingi fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að ganga í það þegar yfir 70% þjóðarinnar er fylgjandi? Á að heimila kristnar trúarathafnir í opinberum leik- og grunnskólum? Eiga opinberir skólar að taka þátt í trúaruppeldi […]
Styrkur til Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi
Vonandi hafa allir átt ánægjuleg nýliðin jafndægur á hausti. Stjórn DíaMats ákvað á dögunum að úthluta fyrsta styrk úr styrktarsjóði félagsins. Ákveðið var að styrkja Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi um 15.000 krónur. Markmið SOLARIS er að stuðla að því að hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi búi við mannúð, mannlega reisn, […]
Þriðjudag 26/9: Díalektísk messa um geðheilsu feðra
Þriðjudag 26. september kl. 17 heldur DíaMat díalektíska messu í Friðarhúsi í Reykjavík, Njálsgötu 87. Ólafur GrétarGunnarsson Framsögumaður er Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, umræðuefnið er: Þar sem feður hafa mikil áhrif á geðheilsu barna, er ekki kominn tími að huga að geðheilsu feðra? Þessi messa verður barnvæn, eins og allir okkar fundir, þannig að […]
Díalektísk messa á Fundi fólksins
DíaMat verður öðru sinni þátttakandi í Fundi fólksins, sem í ár er haldinn í Hofi á Akureyri: Díalektísk messa í salnum Setbergi kl. 14:00-14:50 á laugardaginn, 9. september. Þar eð þessi messa verður einkum haldin í kynningarskyni mun hún að mestu snúast um díalektíska efnishyggju sem slíka, sem og starf félagsins. Boðið verður upp á […]
Díalektísk útimessa á Menningarnótt
DíaMat verður með viðburð á Menningarnótt: díalektíska útimessu. Hún mun standa frá kl. 13 til kl. 14 og verður á Arnarhóli, við jaðar róluvallarins. Á díalektísku útimessunni mun forstöðumaður DíaMats segja frá félaginu og starfsemi þess, en einkum frá díalektískri og sögulegri efnishyggju. Að framsögu lokinni verða frjálsar, fjörugar og fróðlegar umræður sem hafa þann […]